is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5642

Titill: 
  • Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Flestar rannsóknir á deildarstjórum síðari ár hafa lagt áherslu á streituvaldandi hlutverk þeirra, tengsl við vinnuumhverfi og manneklu en lítil sem engin áhersla hefur verið á áhrif þess á líkamlega eða andlega heilsu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort kvenhjúkrunardeildarstjórar hefðu einkenni um vinnutengda streitu og verki frá stoðkerfi og hvort tengsl kæmu þar fram á milli. Settar voru fram eftirfarandi þrjár rannsóknarspurningar:
    1. Hafa kvenhjúkrunardeildarstjórar einkenni um vinnutengda streitu?
    2. Hafa kvenhjúkrunardeildarstjórar verki frá stoðkerfi?
    3. Eru tengsl á milli vinnutengdrar streitu og verkja frá stoðkerfi hjá kvenhjúkrunardeildarstjórum?
    Spurningalistakönnun var send vefrænt í gegnum Outcome vefkannanir og var gerð í október 2008.
    Flestir deildarstjóranna unnu níu stunda vinnudag og 21,8% þeirra var í námi samfara vinnu. Tæplega helmingur deildarstjóranna (47,7%) var yfir streituviðmiðum á streitukvarða og í beinni spurningu sögðust 36,4% vera stressaðir og töldu flestir streituna vera vegna vinnu. Af streituvaldandi þáttum var algengast að vera undir miklu tímaálagi, upplifa andlegt álag í starfi og vera andlega úrvinda eftir vinnudaginn. Deildarstjórarnir töldu að fullnægjandi mönnun og aðstoðardeildarstjóri gæti minnkað mest þeirra vinnutengdu streitu. Rétt um helmingur þeirra (56,4%) fékk nægan nætursvefn 5-7 nætur vikunnar, algengast var að vakna upp að nóttu 3-5 sinnum í viku og 25% þeirra vöknuðu upp vegna áhyggna vegna vinnu og var algengasta ástæðan vegna álags. Verkir voru talsverðir frá stoðkerfi og að meðaltali upp á 4,6 á verkjakvarðanum „Visual analog scale (VAS)“. Um 30% deildarstjóranna höfðu slæma verki frá stoðkerfinu á bilinu 6-8 og 12,7% höfðu mikla verki á bilinu 9-10 á VAS. Dagafjöldi verkja frá stoðkerfinu var töluverður og höfðu 81 % deildarstjóranna einhvern tímann haft verki frá stoðkerfinu og hjá 36% höfðu verkirnir varað í yfir 30 daga til daglega.
    Hlúa þarf betur að deildarstjórum og taka þarf tillit til þeirra þátta sem þeir sjálfir segja að geti minnkað vinnutengdu streitu. Athuga þarf vel stærð og umfang starfsviðs hvers og eins þannig að vinnukröfur verði raunhæfar og álag tengt starfi þurfi ekki að koma niður á andlegri og líkamlegri heilsu þeirra.
    Lykilorð: Hjúkrunardeildarstjórar, vinnutengd streita, stoðkerfi og verkir frá stoðkerfi, könnun.

Styrktaraðili: 
  • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vísindasjóður, B-hluti.
Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1. júlí 2011
Samþykkt: 
  • 18.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5642


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum.pdf1,49 MBOpinn„Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum“-heilt læstPDFSkoða/Opna
Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum.pdf437,58 kBOpinn„Streita og verkir frá stoðkerfi hjá íslenskum kvenhjúkrunardeildarstjórum“-útdráttur, efnisyfirlit, heimildaskrá, fylgiskjöl.PDFSkoða/Opna