is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5644

Titill: 
 • Mikilvægt að fá að vera barn meðan maður er barn: reynsla 18-22 ára ungmenna sem alist hafa upp með móður sem er öryrki
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um stöðu öryrkja og hvort nægilega sé hlúð að þeim. Í vaxandi mæli hafa starfsendurhæfingar fyrir öryrkja eða þá sem hafa þurft að hætta að vinna vegna sjúkdóma eða annarra ástæðna risið upp um land allt land. Minna hefur verið rætt um hvort örorka foreldra hafi áhrif á börn sem alast upp hjá þeim. Tilgangur rannsóknarinnar var auka þekkingu á reynslu ungmenna sem alist hafa upp með móður sem er öryrki. Beitt var aðferðafærði eigindlegra rannsókna og stuðst var við fyrirbærafræðilega nálgun. Gagna var aflað með því að taka 14 viðtöl við níu ungmenni á aldrinum 18 – 22 ára sem alist hafa upp hjá móður sem er öryrki. Til að sannreyna niðurstöður úr viðtölum voru þær bornar undir rýnihóp sem saman stóð af fjórum ungmennum sem einnig höfðu alist upp með foreldri sem er öryrki. Meginþemu sem fram komu var vöntun á stuðningi frá skóla, heilsugæslu og félagsþjónustu og skortur á upplýsingaflæði milli þessara þjónustukerfa. Mikil ábyrgð og áhyggjur af veiku foreldri. Einelti, félagsleg einangrun og veikt stuðningsnet í kringum fjölskylduna. Þá kom fram fátækt og lítil þátttaka í tómstundum. Reynsla þátttakenda ýtti undir þætti eins og vöntun á sjálfstrausti og óöryggi sem leiddi oft til minni virkni og félagslegrar hlédrægni. Niðurstöður bentu til þess að auka þurfi stuðning og eftirfylgd við fjölskyldur þessara barna. Þjónustukerfin þurfa að vinna saman og horfa þarf á fjölskylduna út frá heildrænu sjónarmiði í umhverfi þar sem eitt hefur áhrif á annað. Ekkert barn ætti að þurfa að segja: „það vissi aldrei neinn neitt“. Efla þarf nám í lífsleikni þar sem unnið er með vináttu, jákvæð samskipti og áhersla almennt lögð á þætti sem ýta undir jákvæða sjálfsmynd og eflingu sjálfstrausts. Með því að heyra raddir ungmennanna sjálfra er hægt að koma betur til móts þarfir þeirra og fjölskyldunnar í heild og búa til stuðningsnet sem er hvetjandi og styðjandi.
  Meginhugtök: örorka, börn langveikra, stuðningur, meðvirkni, þunglyndi.
  ABSTRACT
  Recently, there has been a lot of discussion about the situation of disabled people in Iceland and particularly whether they get enough attentive care. It has been noted that work rehabilitation centers have been established all over the country both for disabled people and those who cannot work due to illnesses or other reasons. Until now, not much focus has been put on the experience of the children of these disabled individuals and how these children are affected by growing up with a caretaker receiving disability compensation. The aim of this thesis is to increase the body of knowledge about the experience of children who have grown up with a disabled mother. This is a qualitative research with a phenomenological approach. Nine people between the ages of eighteen and twenty-two years old participated in the study. All of the participants have grown up with a disabled mother. In order to shed better light on the results, four young people, all of whom have a disabled parent, participated in a focus group that verified the results of the study. The most prominent themes that emerged during the research were: a lack of support from the school system, from the health care system and from the welfare system as well as a lack of information flow between these service institutions. A feeling of responsibility and worry about the sick parent also made up a large part of the participants’ experience in addition to bullying, social seclusion and a weak social net surrounding the families. Poverty and minimal participation in extracurricular activities were also factors. The experience of the participants showed a lack of self-confidence and insecurity that often led to less participation and social withdrawal. The conclusion points out that more support as well as follow-up is needed for the families of the participants. The service systems have to aim for the same goal and view the family holisticly, where one thing affects the other. No child should have to say: “nobody ever knew anything”. It is important that friendship, positive communication and positive self-esteem are reinforced through social education. By hearing the young people’s voices one can more easily meet their needs and their family’s needs and make a social network that is encouraging and supportive.
  Keywords: Disabled, the children of parents with long term illnesses, support, co-dependency, depression.

Samþykkt: 
 • 21.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannsókn Elsu Sigríðar a2010.pdf1.45 MBOpinnMikilvægt að fá að vera barn meðan meður er barn. Reynsla 18-22 ára ungmenna sem alist hafa upp með móður sem er öryrkiPDFSkoða/Opna