is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5647

Titill: 
  • „Það er eins og orðin séu föst“ : nemendur með kjörþögli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að skoða hvernig kennarar geta komið til móts við börn með kjörþögli svo þeim líði sem best í skólanum og séu virkir þátttakendur í námi og félagsstarfi á sínum forsendum. Kjörþögli er kvíðaröskun sem lýsir sér í því að barn getur ekki talað við ákveðnar félagslegar aðstæður þegar þess er vænst, eins og t.d. í skóla, enda þótt barnið noti tal í samræmi við aldur og þroska við aðrar aðstæður þar sem því líður vel, eins og t.d. heima við.
    Rannsóknin var eigindleg og eru niðurstöður byggðar á viðtölum við fjóra kennara sem kenna eða kennt hafa barni með kjörþögli og foreldrum fjögurra barna með kjörþögli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þáttur kennara gegnir veigamiklu hlutverki í að nemendunum líði vel í skólanum og séu virkir þátttakendur í skólastarfinu. Kennarar þurfa að vera viðbragðssnjallir, nýta sér styrkleika nemendanna og finna leiðir og vera tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til að ná til þeirra. Mikilvægt er að vera í góðu samstarfi við foreldra barnanna og skipar samstarfið stóran þátt í að árangur náist.
    Hamlandi þættir voru að fáir hafa skilning og þekkingu á kjörþögli, hvort sem horft er til kennara, foreldra eða sérfræðinga. Kennarar fengu litla aðstoð og leiðsögn innan skólans og þurftu að treysta á sjálfa sig og foreldra barnanna til að finna bestu leiðirnar, prófa sig áfram og læra af mistökum sínum. Mikilvægt er að kennarar séu meðvitaðir og upplýstir um kjörþögli og viti hvernig bregðast eigi við ef barn með kjörþögli er í nemendahóp þeirra. Leggja á áherslu á að finna börnin nógu snemma þannig að þau geti fengið viðeigandi kennsluaðlögun á unga aldri, það gerir þeim kleift að þróa hæfni til að bjarga sér og komast yfir kvíða sinn.

Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M Ed-ritgerð- Lokaskil.pdf698.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna