is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5655

Titill: 
  • Um stjórnsýslu auðlindanýtingar : átök nýtingar og verndar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er stjórnsýsla sú er lýtur að nýtingu auðlinda þeirra sem náttúra íslands hefur upp á bjóða. Sérstökum sjónum er beint að þeim auðlindum sem nýttar eru til framleiðslu raforku. Fjallað er um hvað felst í eignarrétti náttúruauðlinda og þær takmarkanir sem slíkum eignarrétti eru settar í íslenskum rétti. Að þeirri niðurstöðu er komist að í íslenskum rétti gildi um eignarrétt náttúruauðlinda neikvæð skilgreining þ.e. að í náttúruauðlind felist allur almennur nýtingar- og ráðstöfunarréttur en rétturinn er þá háður þeim takmörkunum sem löggjafinn setur og eru í gildi hverju sinni. Í ritgerðinni er fjallað um þessar takmarkanir. Í þeirri umfjöllun er athyglinni beint sérstaklega að tveimur sérlögum sem gilda á sviði auðlindanýtingar, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, og raforkulög, nr. 65/2003. Er þar fjallað um þau leyfi sem nýtingaraðilar þurfa að hafa ásamt skilyrðum sem sett eru fyrir leyfisveitingu og efni slíkra leyfa.Niðurstaða þessarar umfjöllunar er sú að raforkuleyfi skv. raforkulögum, nr. 65/2003, er forsenda þess að aðili geti stundað raforkuframleiðslu. Leyfi skv. lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998, fela aðeins í sér takmarkaðar heimildir. Þróun leyfisveitinga til auðlindnýtingar er könnuð í ritgerðinni og því fyrirkomulagi sem í gildi er í dag eru gerð skil. Að lokum eru nokkrar meginreglur umhverfisréttar kannaðar með efni ritgerðarinnar að leiðarljósi ásamt þeirri löggjöf og öðrum réttarheimildum sem tilheyra hinum íslenska umhverfisrétti. Niðurstöður ritgerðarinnar eru í megindráttum tvær og eru dregnar saman í síðasta kafla ritgerðarinnar. Í fyrsta lagi að virkjunarleyfi veitt á grundvelli raforkulaga, sé forsenda þess að framleiða megi raforku og selja á markaði. Í öðru lagi að ekki sé nægilega að gætt að sjónarmiðum umhverfisins og þau höfð að leiðarljósi við leyfisveitingar sem snúa að nýtingu náttúruauðlinda, sérstaklega í tilfelli laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2012
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
U.s.a.-efnisyfirlit.pdf29.4 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
U.s.a.-heimildaskrá.pdf43.44 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
U.s.a.-M.L.-lokaverkefni_Sindri_Kristjánsson.pdf967.51 kBOpinnPDFSkoða/Opna