is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5657

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nokkur umræða hefur verið um skaðabótaábyrgð barna og foreldra undanfarin misseri. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 14. mars 2008, sem staðfestur var af Hæstarétti rúmu ári seinna, velti almenningur fyrir sér hver staða aðila er þegar börn valda tjóni með háttsemi sinni. Ljóst er að mikið er um ranghugmyndir hvað málaflokkinn varðar. Í ritgerð þessari er sjónum beint að gildandi reglum íslensks réttar um skaðabótaábyrgð barna, foreldra og annarra umsjónaraðila á skaðaverkum barna. Til samanburðar er vikið að samsvarandi rétti innan annarra Norðurlanda. Börn geta orðið skaðabótaskyld á grundvelli sakarreglunnar. Við mat á saknæmi háttsemi þeirra, sem fram fer í hverju einstöku tilviki, er tekið tillit til þess hvaða kröfur má gera til barns á sama aldri og barnið sem tjóni olli. Eftir því yngri sem börn eru, því meiri kröfur eru gerðar um aðgæsluskyldu þeirra. Enga ákveðna almenna reglu um lágmarksaldur bótahæfis er þó að finna. Foreldrar bera sérstaka aðgæsluskyldu með börnum sínum. Þeir bera þó ekki hlutlæga ábyrgð á skaðaverkum barna sinna. Skaðabótaábyrgð foreldra verður eingöngu reist á sakarreglunni. Til að baka sér ábyrgð verða foreldrar þannig að hafa vanrækt eftirlits- og umönnunarskyldur sínar, sem ráðast nokkuð af því við hverju má búast af barni í tilteknu tilviki. Sambærilegar skyldur og ábyrgð og hvílir á foreldrum hvílir einnig á öðrum þeim sem hafa með höndum umsjón barna, þ.á m. leikskólum, grunnskólum, þeim sem fara með félags- og tómstundastarfsemi og vinnuveitendum. Séu aðilar ábyrgðartryggðir fá þeir það tjón bætt sem þeir verða fyrir er á þá er felld skaðabótaábyrgð samkvæmt almennum reglum. Í seinni tíð hefur aukist mjög að fólk kaupi ábyrgðartryggingar til verndar fjölskyldum sínum fyrir áföllum sem á þeim kunna að dynja.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skadabotaabyrgd_barna.pdf785.17 kBLokaðurSkaðabótaábyrgð barna - heildPDF