is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5658

Titill: 
  • Lagaleg staða hvítabjarna á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allt frá grárri forneskju og fram til ársins 1994, gilti sú regla á Íslandi að hvítabirnir væru réttdræpir ef þeir gengju á land. Enn fremur gilti sú regla að sá sem kæmi banasári á hvítabjörn, ætti eignarrétt á hinum fellda birni. Árið 1994 var þessari réttarskipan breytt á þann veg að hvítabirnir voru friðaðir. Þarf nú sá sem fellir hvítabjörn að sæta refsingu, hafi hann ekki beitt þeim neyðarréttarúrræðum sem mælt er fyrir í lögunum að grípa megi til. Þá var, með lagabreytingu árið 2002, sjálfstæðri ríkisstofnun fengin heimild til þess að fanga landgengna hvítabirni ef taldar væru litlar líkur á tjóni við slíka tilraun. Núgildandi lög á Íslandi eru því sambærileg löggjöf þeirra ríkja sem bundin eru af alþjóðlegum samningi um verndun hvítabjarna og undirritaður var í Osló árið 1973.
    Árið 2008 gekk fyrsti hvítabjörninn hér á land eftir gildistöku laganna frá 1994 og var hann felldur af lögreglu af öryggisástæðum. Stuttu síðar gekk annar hvítabjörn á land sem einnig var felldur fyrir tilstilli sömu yfirvalda, eftir að tilraun hafði verið gerð til þess að fanga hann. Í janúar 2010 var þriðji hvítabjörninn felldur af bónda sem talinn var hafa beitt neyðarréttarúrræðum við það verk. Í kjölfar ofangreindra atvika hefur komið í ljós að réttaróvissa er mikil um lagalega stöðu hvítabjarna á Íslandi. Hægt er að útskýra þá óvissu að nokkru leyti með þeim rökum að stutt er síðan að hvítabirnir voru réttdræpir á Íslandi og að heimsóknir þeirra eru ekki tíðar. Í þessari ritgerð er lagaleg staða hvítabjarna skoðuð frá ýmsum sjónarhornum og útskýrð með viðurkenndum lögfræðilegum aðferðum. Niðurstaða hennar er sú að óheimilt sé að fella hvítabirni ef skilyrði neyðarréttar eru ekki fyrir hendi. Þá eru rök færð fyrir því að tjón það sem hvítabirnir valda, geti leitt til skaðabótaskyldu stjórnvalda og jafnvel einstaklinga. Að lokum er það niðurstaða höfundar að stjórnvöld hafi tekið ólögmætar ákvarðanir í þau skipti sem hvítabjörn hefur gengið á land eftir að hin nýja réttarskipan komst á.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-Lokaskjalid.pdf484.79 kBLokaður,,Lagaleg staða hvítabjarna á Íslandi" - heildPDF