Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5664
Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var að skoða notkun á upplýsinga¬tækni og miðlun (UTM) meðal dönskukennara í íslenskum framhalds¬skólum. Einnig að skoða viðhorf þeirra til þessa og hvaða þættir mögulega móta þau viðhorf. Áhrifaþættirnir sem skoðaðir voru byggjast á fræðilegum römmum og fyrri rannsóknum. Einkum var byggt á 4E líkani Collis og sam-starfsmanna hennar en það eru þættir sem tengjast trú kennara á kennslufræðilegu gildi notkunar UTM, hversu gaman og hversu auðvelt þeim sjálfum finnst það vera að vinna við tölvur og tækni og loks eru það umhverfisþættir.
64 dönskukennurum var send beiðni í tölvupósti um þátttöku og urðu 30 aðilar eða 46% við beiðninni og var unnið úr svörum þeirra. Rann¬sóknin var gerð í formi rafræns spurningalista sem hannaður var í fjar¬náms¬umhverfinu WebCT. Við gerð spurningalistans og rannsóknar¬spurninga var aðallega stuðst við 4E líkanið.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að dönskukennarararnir nota töluvert mikið UTM og á fjölbreytilegan hátt. Þeir hafa almennt jákvætt viðhorf gagnvart notkun UTM og álíta að hún hafi jákvæð áhrif á námsárangur nemenda, nema einna helst talfærni þeirra. Þeir hafa sjálfir gaman af tölvum og tækni og telja tæknikunnáttu sína allgóða. Á fimm stiga notenda-kvarða, sem hannaður var samkvæmt röðun Dawes, raða þeir sér á bilinu þrjú til fimm - þar sem stig eitt er minnsta notkun. Einnig telja þeir að skólastjórnendur séu jákvæðir gagnvart notkun tölva og aðstöðu í skólunum almennt góða. Þó segja þeir að oft sé erfitt að komast í tölvur með nemendur og að skortur á kennsluefni sem styður notkun UTM sé einn hindrunar¬þáttur. Rannsóknin staðfestir mikilvægi áhrifaþátta í 4E líkaninu (Collis, Peters og Pals, 2001) og gefur innsýn í notkun UTM í dönskukennslu á fyrsta tugi tuttugustu og fyrstu aldarinnar í framhalds¬skólum á Íslandi. Í framhaldi af rannsókninni væri áhugavert að kanna notkun á UTM meðal annarra kennarahópa og sjá hvort hún sé sambærileg þessum niðurstöðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. - Ingibjörg S. Helgadóttir-lokaskil.pdf | 1.34 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |