is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5666

Titill: 
  • Barnavernd á Íslandi : ráðstöfun barna í fóstur og aðilar fóstursamninga frá lagalegu sjónarhorni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Víða er að finna ákvæði um réttindi barna svo sem í víðtæku kerfi alþjóðlegra og svæðisbundinna mannréttinda- og mannúðarlaga. Þessi lög eru yfirleitt bundin í alþjóðlegum samningum eins og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var árið 1989 og er hann helsti samningur sem gerður hefur verið með barnavernd að markmiði, hann er einnig fyrsti samningur sinnar tegundar og markaði þáttaskil þar sem réttindi barna voru sett fram. Með tilkomu hans var farið að líta á börn sem einstaklinga en ekki eign foreldra sinna. Þá má einnig nefna Evrópusamninginn um réttindi barna, en hann byggir á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þá einkum 4. gr. Þar sem skylda er lögð á aðildarríki að gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu til að réttindi samningsins nái fram að ganga. Efla og viðurkenna eigi réttindi og hagsmuni barna og gefa þeim tækifæri til þess að njóta þessara réttinda sinna og þá sérstaklega við meðferð fjölskyldumála sem þau varða. Börn eiga rétt á að fá upplýsingar um mál sem snúa að þeim.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig réttindi barna eru vernduð í íslenskri löggjöf, fjallað verður um sögulega þróun löggjafar er snýr að börnum ásamt núgildandi barna- og barnaverndarlöggjöf. Þá verður tekin sérstaklega fyrir barnavernd og hvernig stjórnsýslan er uppbyggð til að ná markmiðum hennar fram. Gert er ráð fyrir þremur stofnunum, Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndum og kærunefnd barnaverndarmála sem öll hafa sínu hlutverki að gegna til þess að barnaverndarlöggjöfin nái fram að ganga. Þá verður fjallað um þvingunarúrræði barnaverndarnefnda þ.e. vistun barna utan heimilis, hvaða kröfur og sjónarmið þurfa að liggja á bak við slíkar ráðstafanir, hvaða markmiðum er stefnt að með því að ráðstafa barni í fóstur og hver réttarstaða þess er. Einnig verður fjallað um fóstursamninga, aðila að þeim og hvaða kröfur eru gerðar til kynforeldra svo börnum sé ráðstafað aftur í þeirra vörslu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 21.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.L. ritgerð.pdf497.51 kBLokaðurBarnavernd á Íslandi – ráðstöfun barna í fóstur og aðilar fóstursamninga frá lagalegu sjónarhorni - heildPDF