Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5667
Ráðning í opinber störf er matskennd stjórnvaldsákvörðun sem tekin er í skjóli stjórnsýsluvalds. Um ráðninguna gilda því reglur stjórnsýsluréttarins. Stjórnvald verður að virða ýmsar málsmeðferðarreglur þegar ráðið er í opinber störf, en grundvallarlögin um málsmeðferð innan stjórnsýslunnar, eru stjórnsýslulög nr. 37/1993. Matið á hæfni umsækjenda skal fara eftir málefnalegum sjónarmiðum. Stjórnvaldið hefur svigrúm til að velja þau málefnalegu sjónarmið sem það leggur áherslu á við matið, svo lengi sem niðurstaðan sé forsvaranleg. Reglan um að ráða beri hæfasta umsækjandann setur valinu skorður. Ekki er hægt að gera tæmandi lista yfir málefnaleg og ómálefnaleg sjónarmið. Þó má fullyrða að veitingarvaldshafi megi yfirleitt ekki byggja á vissum sjónarmiðum, t.d. pólitískum sjónarmiðum eða sjónarmiðum sem varða hann persónulega. Ýmis lög og reglur hafa áhrif á það hvaða sjónarmið geta talist málefnaleg þegar ráðið er í opinber störf, t.d. hæfisreglur, jafnræðisreglur og leiðbeiningar um það hvernig meta eigi hæfni umsækjenda sem finna má t.d. í jafnréttislögum og í sérlögum sem snúa að ákveðnum störfum. Margir dómar, álit og úrskurðir hafa gengið, þar sem deilt er um hvort að ráðningar í opinber störf hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum, eða hvort að mat á hæfni umsækjenda hafi verið málefnalegt. Sjónarmið sem snúa að menntun og reynslu vega yfirleitt þyngst. Þeim mun betur sem menntunin og reynslan nýtast í starfinu þeim mun þyngra vegur hún á metunum og þeim mun erfiðara er fyrir veitingarvaldshafa að horfa framhjá henni ef ákvörðunin á að teljast málefnaleg. Persónulegir eiginleikar geta líka skipt miklu máli, einkum færni í mannlegum samskiptum. Sjónarmið sem snúa að öðru en menntun, reynslu og persónulegum eiginleikum hafa líka komið til skoðunnar. Því betur sem sjónarmið varpar ljósi á hæfni umsækjenda, þeim mun meira vægi hefur það. Varpi sjónarmið ekki ljósi á hæfni umsækjenda telst það yfirleitt ekki málefnalegt sjónarmið.
Abstract
The recruitment of employees in the public sector is an essentially discretionary decision taken by administrative authorities and is therefore governed by administrative law. The administrative authorities must follow various procedures when recruiting employees in the public sector, in particular those found in the fundamental law on administrative procedures, the Administrative Procedures Act No. 37/1993. The assessment of a candidate’s qualifications has to be based on objective criteria. While the administrative authorities can choose which objective criteria they emphasise in their assessment their conclusions must be reasonable. The principle that the most qualified candidate must be recruited limits their discretion. It is impossible to make an exhaustive list of objective or legitimate criteria. Even so, it can be asserted that decisions can usually not be legitimately grounded on certain criteria, inter alia political criteria. Various provisions, found in a range of legislative measures, indicate which criteria can be considered objective when employees in the public sector are recruited. Amongst them are qualification requirements and declarations of principles of equality. There have been various court rulings and legal opinions regarding whether recruitment was based on objective criteria and, in these, greatest weight has been put on criteria relating to education and the level of experience. The closer the education and the experience are related to the appointment in question, the harder it is for the authority to legitimately disregard or de-emphasise these criteria. Personality characteristics can also be very important, social skills in particular. Criteria not relating to education, experience or personality characteristics have also been dealt with in the rulings and opinions. The better a criterion sheds light on the candidate’s skills and competencies, the more weight is put on it. If it does not shed light on the candidate’s skills and competencies, it is usually an illegitimate criterion.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
PDFmeðforsíðum.pdf | 786.23 kB | Locked | "Reglan um málefnaleg sjónarmið þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera"-heild |