is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5669

Titill: 
 • Fjöltengi í leit að bandamanni : starfsumhverfi skólastjóra í grunnskólum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að leita svara við því hvaða þættir í starfsumhverfi skólastjóra eru fyrirferðarmestir að þeirra mati; hvaða þættir valdi álagi og hvaða þættir geti stuðlað að betri líðan í starfi.
  Gerð var eigindleg rannsókn þar sem notuð voru svokölluð hálfopin viðtöl. Lýst er merkingarbærri reynslu af ákveðnu fyrirbæri frá sjónarhorni einstaklinga þar sem rannsakandinn dregur fram sameiginlega merkingu af þessari reynslu. Þær aðferðir sem rannsóknin byggir á eru viðtöl, þátttökuathugun, sérfræðiviðtöl, óformlegar umræður og vangaveltur. Notaður er aðferðagrunnur grundaðrar kenningar til greiningar gagna.
  Rannsóknin byggir á fimm viðtölum og einni þátttökuathugun þar sem tekin voru viðtöl við fjóra skólastjóra, tvo kennara, auk þess sem gerð var ein þátttökuathugun í grunnskóla i Reykjavík.
  Helstu niðurstöður eru þær að skólastjórarnir skilgreindu starfsumhverfi sitt út frá gríðarlega miklum samskiptum við ótalmarga ólíka aðila sem hafa mismunandi hagsmuna að gæta í skólasamfélaginu en einnig út frá tímaskorti og ofgnótt verkefna.
  Skólastjórarnir voru sáttir í sínu starfi en töldu að ýmislegt mætti til betri vegar færa. Þeir sóttust eftir því að hafa áhrif, höfðu sýn á nám og kennslu og vildu hafa völd til að geta hrint þeim í framkvæmd. Þeim var umhugað um nemandann og vildu hag hans sem bestan.
  Álag í starfi var það þema sem oftast kom fram í viðtölunum og það stafaði ekki síst af verkefnafjölda, erfiðum samskiptum, ónógum björgum og löngum vinnutíma.
  Skipta má í tvennt þeim björgum eða hugmyndum um bjargir í starfsumhverfinu sem viðmælendur tilgreina. Annars vegar eru þær leiðir sem þeir finna hver um sig til að slaka á utan vinnu og hins vegar þær bjargir sem þeir hafa sér til aðstoðar í starfi í sínu starfsumhverfi eða vildu gjarnan hafa. Þar er gríðarlegur munur á milli sveitarfélaga, einkum þeirra stærstu og annarra hvað varðar þjónustu við skólana. Nokkur togstreita virðist stundum koma fram milli sjónarmiða sumra sveitarstjórnamanna annars vegar og skólastjóra hins vegar. Hún virðist öðru fremur snerta staðsetningu skólastjóra innan sveitarstjórnarkerfisins og mismunandi sýn á spennandi kosti í skólastarfi.

Samþykkt: 
 • 22.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5669


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjöltengi í leit að bandamanni. Starfsumhverfi skólastjóra í grunnskólum2.pdf407.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna