en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/567

Title: 
 • Title is in Icelandic Veldur hver á heldur : starfsánægja í leikskóla
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um starfsánægju í leikskólum. Komið er inn á þróun hugmynda
  og kenninga sem tengjast viðfangsefninu auk þess sem teknir eru fyrir afmarkaðir þættir
  sem taldir eru stuðla að og viðhalda starfsánægju.
  Til að kanna hvað þætti starfsfólk leikskóla leggur áherslu á með tilliti til
  starfsánægju var gerð eigindleg rannsókn í formi rýnihópa. Settir voru saman þrír hópar
  frá þremur leikskólum við utanverðan Eyjafjörð. Þátttakendur voru alls níu og áttu
  einstaklingar innan hvers hóps það sameiginlegt að starfsheiti var það sama, það er
  leikskólastjórar, leikskólakennarar og leiðbeinendur. Þessi skipting hópanna var gerð með
  það að markmiði að kanna hvort mismunar gætti varðandi áhersluþætti eftir því hvaða
  starfi viðkomandi gegndi. Einnig var spurningalisti lagður fyrir allt starfsfólk þeirra
  leikskóla sem þátt tóku í rannsókninni með það að markmiði að styðja við niðurstöður úr
  rýnihópunum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær helstar að starfsfólk taldi starfsánægju
  mjög mikilvæga og skipta sköpun fyrir það starf sem fram færi í leikskólum. Ýmsir
  áhrifaþættir voru taldir stuðla að starfsánægju og voru opin samskipti og góð samvinna
  ofarlega í huga flestra. Leikskólastjóri var einnig talin hafa mikil áhrif sem og þær
  stjórnunaraðferðir sem ríktu innan leikskólanna. Ekki var hægt að greina ákveðinn
  áherslumun eftir starfsheiti fólks en svo virtist sem persónulegar upplifanir hvers og eins
  hefðu meira vægi.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/567


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
veldurhver.pdf746.42 kBMembersVeldur hver á heldur - heildPDF
veldurhver_e.pdf321.13 kBOpenVeldur hver á heldur - efnisyfirlitPDFView/Open
veldurhver_h.pdf333.9 kBOpenVeldur hver á heldur - heimildaskráPDFView/Open
veldurhver_u.pdf313.39 kBOpenVeldur hver á heldur - útdrátturPDFView/Open