is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5674

Titill: 
  • Samræðusiðfræði í skólastofunni : tímaeyðsla eða mikilvægur undirbúningur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistaraprófsritgerð þessi hefur það að meginmarkmiði að skoða samræðuna og siðfræði hennar. Rökræðukenningu þýska heimspekingsins Jürgen Habermas eru gerð nokkuð ítarleg skil og skoðuð í ljósi þess, hvort eða hvernig hún gæti átt erindi við íslenska nemendur og kennara. Fjallað er um hvernig og hvort beita megi valdeflingu innan grunnskólans með það að markmiði að auka lýðræði, lýðræðislegt orðfæri og gagnrýna hugsun meðal nemenda og gera þá þannig í stakk búna til að takast á við líf og starf í flóknu, fjölmenningarlegu lýðræðissamfélagi.
    Lífsleikni er sú námsgrein innan grunnskólans sem meðal annars er ætlað að taka siðferðileg efni til umfjöllunar og þá helst með samræðuna sem kennsluaðferð. Markmið samræðunnar er fyrst og fremst að efla með nemendum gagnrýna hugsun og sjálfstæða dómgreind sem kemur þeim til góða sem borgarar í réttlátu lýðræðissamfélagi. Halda má því fram að engin kennsluaðferð sé betur til þess fallin að þjálfa með ungmennum slíka dómgreind, en einmitt samræðan sem hvatt getur ungmenni til sjálfstæðrar hugsunar og aukið skilning þeirra á málefnum þess samfélags sem þau tilheyra. Rannsóknarspurningin er því eftirfarandi: Hvert er gildi samræðunnar samkvæmt kenningum Habermas og hvernig mætti nýta hugmyndir hans í íslenskum grunnskólum? Með þessa spurningu að leiðarljósi voru tekin viðtöl við fimm lífsleiknikennara á efsta stigi grunnskólans og þeir spurðir út í samræðuna, hvort þeir nýttu sér hana sem kennsluaðferð í lífsleikni; hvað væri að þeirra mati merkilegt við samræðuna sem kennsluaðferð og hverjir væru helstu kostir og gallar samræðunnar við lífsleiknikennslu.

Samþykkt: 
  • 22.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna Kristín Guðmundsdottir_ritgerð.pdf547.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna