is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/568

Titill: 
 • Persónubrúður : hver er ávinningurinn?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um persónubrúður (Persona Dolls) og hvernig unnið er með þær í leikskólum. Persónubrúður eru tæki sem kennarar nota til að vinna gegn fordómum og mismunun sem kemur upp í ba
  rnahópum. Kennarar búa til persónusögu brúðunnar og gefa henni til dæmis nafn, heimili og fjölskyldusögu.
  Þegar unnið er markvisst með persónubrúður læra börnin smátt og smátt að bera virðingu hvert fyrir öðru og taka tillit til annarra. Börnin taka þátt í gleði og sorgum brúðunnar, geta sett sig í spor hennar, og jafnvel komið með lausn á vanda hennar.

  Sagt er frá hlutverki kennara í gerð persónu fyrir brúðuna. Tekin eru dæmi um hvernig sögur brúðan segir og hvaða hlutverki kennarar gegna í því samhengi. Í sögustund talar kennarinn fyrir brúðuna, hann segir frá einhverju atviki sem brúðan vill deila með börnunum og getur það hvort sem er verið gott eða slæmt atvik.

  Í lokin er gerð grein fyrir rannsókn þar sem leitast er við svara spurningunni: Geta persónubrúður nýst sem tæki til að fá börn til að tjá tilfinningar sínar og upplifanir frjálst og óhikað? Tekin voru viðtöl við fjóra leikskólakennara sem hafa unnið mislengi með persónubrúður.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
personubrudur.pdf303.66 kBTakmarkaðurPersónubrúður - heildPDF
personubrudur_e.pdf76.53 kBOpinnPersónubrúður - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
personubrudur_h.pdf108.68 kBOpinnPersónubrúður - heimildaskráPDFSkoða/Opna
personubrudur_u.pdf104.84 kBOpinnPersónubrúður - útdrátturPDFSkoða/Opna