Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5681
Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun skólaliða á
starfsumhverfi þeirra innan grunnskólans. Skólaliðar eru starfsmenn
grunnskóla sem sinna öðrum störfum en kennslu eins og ganga- og
frímínútnavörslu. Áhersla var lögð á að koma sjónarmiðum skólaliðanna sem
tóku þátt í rannsókninni á framfæri. Leitast var við að fá innsýn í
stjórnunarhætti skólanna eins og þeir birtast skólaliðunum og upplifun þeirra
af eigin hlutdeild í starfi skólans. Einnig var leitað eftir hugmyndum
skólaliðanna um leiðir til að bæta starfsaðstæður og styrkja þá í starfi.
Við öflun gagna og úrvinnslu voru eigindlegar rannsóknaraðferðir
notaðar með fyrirbærafræðilegri nálgun. Tekin voru rýnihópaviðtöl við
fimmtán skólaliða frá ólíkum skólum af höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að störf skólaliða séu ekki metin
að verðleikum. Þeir upplifa sig annars flokks starfsmenn sem skipti ekki eins
miklu máli fyrir skólastarfið og aðrir. Þetta finnst þeim endurspeglast í
stjórnunarháttum skólanna það sem að þeirra starfi lýtur hafi ekki forgang hjá
stjórnendum. Má þar nefna fyrirheit um reglulega fundi, upplýsingamiðlun
eða ákvarðanatöku og starfsþróun þeirra virðist lítið sinnt. Upplifun
skólaliðanna gæti einnig að einhverju leyti markast af ólíkum bakgrunni
þeirra varðandi menntun og hlutverk sem þeir hafa innan skólanna.
Skólaliðarnir telja sig ekki eiga sterka hlutdeild í starfsmannahópnum sem
þeim finnst koma fram í skertu aðgengi að upplýsingum og samstarfi.
Skólaliðar sýna visst frumkvæði í starfi og miðla hugmyndum um störf sín
en lítið virðist gerast í því sem þeir leggja til. Engu að síður fá þeir hrós frá
yfirmönnum og virðast flestir nokkuð ánægðir í starfi. Starfsánægjan tengist
aðalverkefni skólaliða, samskiptunum við börnin, sem jafnframt eru
uppspretta álags og óöryggis. Þar kemur fram þörfin fyrir fræðslu um
viðbrögð við hegðunarfrávikum og leiðir til úrbóta.
Ekki verður hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar, heldur
eru hér á ferð raddir nokkurra skólaliða sem vert er að hlusta á og er öllum
frjálst að læra af þeirra upplifun kjósi þeir svo. Vonast er til að niðurstöður
rannsóknarinnar verði til að vekja skólafólk til umhugsunar um ólíka hópa og
þarfir þeirra innan starfsumhverfis grunnskólans.
Abstract
The objective of this study was to draw a picture of how support school staff
experience the elementary school as a working environment. Support school
staff is the unskilled personnel who is not involved in formal teaching and
who‘s role includes minding corridors and supervising the playground. The
goal was to get their opinion of the school administration and how they
experience their involvement in the school‘s activities. The study also looked
for their ideas to improve the working environment and ways to empower
them.
Qualitative methods were used for collecting and processing data. Fifteen
members of school staff from different schools around the capital area were
interviewed.
The conclusions of this research indicate that the school staff feels the
schools fail to recognize the value of their work. They experience themselves
as second class and therefore not seen as important as other employees of the
school. This is apparent in the way the school administration functions
towards them. They feel that matters concerning them are not a priority.
Promises of regular meetings, sharing information or decision making
processes as well as job development seems to be ignored to some degree.
The school staff‘s experience could also relate to their educational
background as well as their role within the school.
The support school staff does not think they are considered a strong
stakeholder among the whole school staff and believe they aren‘t recognized
fully within the group. They show initiative at work and make suggestions
about their job but very few of these are implemented. Nevertheless the
administration praises the support school staff frequently and job satisfaction
appears high. The job satisfaction is linked to some extent to the main task,
i.e. the interaction with the children, but nevertheless this is also the source of
stress and insecurity. The need arises for education on behavioural disorders
in children and ways to deal with such cases.
It isn‘t possible to generalize from the conclusions of this study, but these
are voices worth listening to and take away lessons learnt. Hopefully these
results will bring school administrations to consider the different groups and
needs within the school as a working environment.
Lykilorð: Stjórnun grunnskóla, starfsmannastjórnun, skóli án aðgreiningar, valdefling.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni Hrönn Bergþórsdóttir 2010.prentun.pdf | 635,05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |