is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5691

Titill: 
  • Útsendir stjórnendur í íslenskum alþjóðafyrirtækjum : þjálfun þeirra og undirbúningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig íslensk alþjóðafyrirtæki standa að ráðningum, undirbúningi og þjálfun starfsmanna sem sendir eru erlendis til stjórnunarstarfa.
    Efnið var tengt fræðum um alþjóðavæðingu, menningu, alþjóðlega mannauðsstjórnun, aðferðum við val og ráðningar, útsenda stjórnendur og stjórnendaeinkenni. Viðtöl voru tekin við stjórnendur starfsmannamála hjá fjórum íslenskum fyrirtækjum sem eru starfandi á alþjóðlegum markaði og fimm stjórnendur sem eru eða hafa verið starfandi á vegum fyrirtækjanna erlendis. Í rannsókninni var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð.
    Í ljós kom að íslensk fyrirtæki á alþjóðlegum markaði eru komin mislangt á veg í alþjóðlegri stjórnun mannauðs. Viðmælendur voru sammála um að ef stjórnunarstaða verður til erlendis er oftast byrjað að leita lausna innan fyrirtækjanna, en það er gert til að viðhalda menningu og gildum sem þau starfa eftir. Ekki er um sérstaka menningarlega þjálfun að ræða fyrir útsenda stjórnendur en aðstoð er veitt í sambandi við flutninga og húsnæðisleit. Þrjú fyrirtæki notast við persónuleikapróf og úrlausn raunverkefna við ráðningar á stjórnendum. Viðmælendur höfundar töldu að persónuleiki og menntun stjórnenda skipti miklu máli og nefndu að þeir þyrftu að hafa framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, mikið sjálfstraust, vera góðir stjórnendur og enskumælandi. Einnig kom í ljós að ótímabæra heimkomu stjórnenda var í öllum tilfellum hægt að rekja til fjölskylduaðstæðna. Rannsóknin gefur vísbendingu um mikilvægi þess að stýra vel ferli útsendra stjórnenda allt frá því að þeir eru valdir og þar til þeir eru sendir út, til þess að hámarka árangur.

Samþykkt: 
  • 22.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úsendir stjórnendur í íslenskum alþjóðafyrirtækjum Þjálfun þeirra og undirbúningur_heild.pdf1 MBLokaðurHeildPDF
Úsendir stjórnendur í íslenskum alþjóðafyrirtækjum Þjálfun þeirra og undirbúningur_útdráttur.pdf6.09 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Úsendir stjórnendur í íslenskum alþjóðafyrirtækjum Þjálfun þeirra og undirbúningur_heimildaskrá.pdf61.8 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Úsendir stjórnendur í íslenskum alþjóðafyrirtækjum Þjálfun þeirra og undirbúningur_efnisyfirlit.pdf49.9 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna