Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5697
Hlutfallslegar verðbreytingar íbúðarhúsnæðis eftir landssvæðum er viðfangsefni þessarar rannsóknar. Unnið var út frá rannsóknarspurningunni:
Eru verðsveiflur á íbúðaverði ólíkar eftir landsvæðum?
Verkefnið gengur út á að meta staðbundnar sveiflur á verði íbúðarhúsnæðis á móti verðsveiflum alls markaðarins. Unnin var reynslu rannsókn á fyrirliggjandi gögnum frá Fasteignaskrá Íslands á sölutölum alls selds íbúðarhúsnæðis í landinu á árunum 1990-2006. Gögnin voru flokkuð niður eftir staðsetningu þeirra og keyrð var línuleg aðhvarfsgreining til að meta verðsveiflu mismunandi svæða. Í ljós kom að verð eigna á stór-höfuðborgarsvæðið sveiflast mest og síðan minnka sveiflurnar eftir því sem að fjær dregur því. Ein af niðurstöðunum er að þó að verð á höfuðborgarsvæðinu sveiflist mest þá sveiflast verð í Reykjavík minna heldur en í nágrannasveitarfélögunum. Önnur niðurstaða er að svæði nálægt höfuðborgarsvæðinu bæði í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi sveiflast meira heldur en svæðin sem eru fjær. Eyjafjarðarsvæðið og Norðurþing sveiflast minna í verði en önnur svæði landsins.
Lykilhugtök
• Fasteignaverð
• Línuleg aðhvarfsgreining
• Verðsveiflur
• CAPM-módelið
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
msc final.pdf | 585.27 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |