is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5705

Titill: 
  • Stuðningur við íslenska nýsköpun : áhrif laga nr. 152/2009 á samkeppnishæfni íslenskra nýsköpunarfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt skref í áttina að bættu stuðningsumhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja var stigið í desember 2009 þegar lög nr. 152/2009 voru samþykkt á Alþingi. Lögin veita nýsköpunarfyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar og hvetja einstaklinga og lögaðila til að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum með því að bjóða skattaafslátt. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvaða áhrif þessi lög eru líkleg til að hafa á samkeppnishæfni íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Viðtöl voru tekin við sex aðila sem tengjast íslenskri nýsköpun á ólíkan hátt byggjast niðurtöður rannsóknarinnar á spám og væntingum þessa sex viðmælenda um gildi laganna fyrir vöxt og viðgang nýsköpunar hér á landi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fyrri hluti laganna sem snýr að skattfrádrætti til nýsköpunarfyrirtækja vegna kostnaðar við rannsóknir og þróun mun líklega verða til þess að útgjöld til rannsóknar- og þróunarstarfa aukast. Líklegt er að nýsköpunarfyrirtæki leggi meiri metnað í rannsóknar- og þróunarvinnu og bæti við sig starfsfólki. Seinni hluti laganna, sem felst í hvatningu til fjárfesta til að fjárfesta í nýsköpun, mun líklega ekki skila jafn góðum árangri og fyrri hluti þeirra. Viðmælendur voru flestir ánægðir með framtakið en fannst heilmargt vanta eða þurfa að breytast til þess að tilætluðum árangri með þessum hluta laganna, eða aukinni fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum, verði náð. Viðmælendum fannst leyfileg hámarksfrádráttarupphæð of lág til hún virki hvetjandi til fjárfestingar. Þeir vildu að stofnun sérstakra sjóða til að fjárfesta í nýsköpun yrði leyfð og einnig fannst þeim mjög mikilvægt að þessum lögum fylgi sú vinna að búin verði til umgjörð með verslun með óskráð hlutabréf

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_KHB_Lokaskjal2.pdf2.51 MBOpinn"Stuðningur við íslenska nýsköpun" -heildPDFSkoða/Opna