en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5707

Title: 
 • Title is in Icelandic Bakkafjöruhöfn : áhrif nýrrar hafnar á Vestmannaeyjar
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Almennar samgöngur um Ísland er sífellt verið að bæta og munu gömlu
  malarvegirnir brátt heyra sögunni til. Hins vegar hefur samgönguleiðin á
  milli Vestmannaeyja og fasta landsins orðið útundan í þessum efnum, þar
  til árið 2006, en þá var loks tekin ákvörðun um að höfn í Bakkafjöru yrði
  raunin, öðru nafni Landeyjahöfn.
  Þann 1. júlí 2010 verður því brotið blað í sögu samgangna á milli lands og
  Eyja með því að hefja siglingar á milli Vestmannaeyja og
  Bakkafjöruhafnar í stað Þorlákshafnar. Er þetta mikil samgöngubót fyrir
  samfélagið í Vestmannaeyjum og er meginmarkmið þessa verkefnis að
  skoða þá kosti og þau tækifæri sem koma til með að opnast með tilkomu
  Bakkafjöruhafnar.
  Ferðaþjónustan í Vestmannaeyjum er skoðuð sérstaklega og þeir
  möguleikar sem opnast með auknum ferðamannastraumi til Eyja. Skoðað
  er hvort og hvernig auknar tekjur myndu skila sér inn í bæjarsjóð með
  þessum aukna ferðamannastraumi.
  Niðurstöður leiddu í ljós að strax við opnun Bakkafjöruhafnar má reikna
  með aukinni aðsókn ferðamanna í sund, þar sem sund er vinsælasta
  afþreying sem ferðamenn greiða fyrir. Þar af leiðandi munu þjónustutekjur
  vegna aðgöngueyris í sund skila sér sem auknar tekjur inn í bæjarsjóð.
  Síðan, með tíma og reynslu af Bakkafjöru, munu auknar tekjur skila sér
  inn í bæjarsjóð í formi útsvars, aukinna tekna vegna fasteignagjalda og
  annarra þjónustutekna en aðgöngueyris í sund.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til janúar 2012
Accepted: 
 • Jun 23, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5707


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAKKAFJÖRUHÖFN.pdf499 kBOpen"Bakkafjöruhöfn:Áhrif nýrrar hafnar á Vestmannaeyjar"-heildPDFView/Open
EFNISYFIRLIT.pdf14.86 kBOpen"Bakkafjöruhöfn:Áhrif nýrrar hafnar á Vestmannaeyjar"-efnisyfirlitPDFView/Open
HEIMILDASKRÁ.pdf34.61 kBOpen"Bakkafjöruhöfn:Áhrif nýrrar hafnar á Vestmannaeyjar"-heimildaskráPDFView/Open