Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5708
Upplýstir neytendur eru komnir til að vera og notkun á Internetinu fer vaxandi. Í dag eru notendur Internetsins um 1,7 milljarður og 5 milljarða leitarorða sem slegin eru inn á leitarvélina Google daglega. Netið er því staðurinn fyrir fyrirtæki sem vilja auka sýnileika sinn. Þegar fyrirtæki hefur skilgreint markhóp sinn og ákveðið fyrir hvað það vill standa eru til aðferðir sem geta aukið sýnileikann. Leitarvélamarkaðssetning leitast við að auka sýnileika vefsíðunnar og til þess eru notuð tól eins og leitarvélabestun. Leitarvélabestun vefsíða tekur meðal annars á því hvernig vefsíðan finnst, hversu margar síður vísa umfer inn á vefsíðuna, hvaða lýsingar og hvaða lykilorð eru notuð til að draga að réttan markhóp. Þegar búið er að draga að gesti inn á vefsíðuna skiptir máli að útlit og leiðarkerfi vefsins sé þægilegt í viðmóti og að það sé alveg skýrt hvað vefsíðan stendur fyrir. Fyrirtæki geta auglýst vefsíður sínar með ýmsum hætti meðal annars með vefborðum á öðrum vefsíðum, með umfjöllun á öðrum síðum sem vísa inn á síðuna, með fréttabréfum og fréttaveitu.
Til eru nokkur mjög góð vefgreiningartól sem greina alla umferð um síður vefsins. Hvaðan umferðin kemur, hvernig hún fer um vefinn og hverngi heimsókninni er breytt í viðskipti. Fyrirtæki hafa einnig góða möguleika á því að hafa tekjur af vefsíðunni. Í fyrsta lagi getur hún vakið áhuga markhópsins sem gerir það að verkum að hann fer af stað og kaupir vöruna eða þjónustuna. Fyrirtæki geta farið í samstarf við aðrar síður með því að vísa umferð yfir á aðra vefsíður og að lokum eru möguleikar á sölu á auglýsingaplássi inni á vefsíðunni bæði beint og í gegnum Google. Niðurstaða þessa verkefnis er eindregið á þá leið að mjög mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vanda vel til gerðar vefsíða sinnn, gera þær leitarvélavænar og halda þeim virkum og lifandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK2106-LindaElínborgFriðjónsdóttir-markaðssetning_á netinu.pdf | 2,05 MB | Lokaður | Markaðssetning á netinu - heild |