is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5709

Titill: 
  • Íbúðlánasjóður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar skýrslu var að skýra út hvert hlutverk Íbúðalánasjóðs er í hinu nýja efnahagsumhverfi sem komið er upp. Fasteignamarkaðurinn hrundi nánast fyrir um 2 árum og núna er komið að því að byggja hann upp aftur, en hvert er hlutverk Íbúðalánasjóðs í því samhengi? Farið er yfir sögu Íbúðalánsjóðs, NBI, Arion banka og Íslandsbanka og hvernig útlánum hjá þeim hefur verið háttað frá því að þeir hófu að lána til fasteignakaupa haustið 2004. Skoðað er hvað þeir eru að gefa til baka til samfélagsins, hvernig greiðslumat er framkvæmt og hvaða kjör og kosti boðið er upp á. Síðan er farið yfir hvernig staðan er í dag á fasteignamarkaðnum og hvert viðhorf fólks í landinu eru til Íbúðalánasjóðs.
    Helstu niðurstöðurnar voru þær að hlutverk Íbúðalánasjóð sé að hjálpa fólki sem vill kaupa sér sína eigin íbúð, en samt þyrfti að taka harðar á því hvernig útlánastarfseminni er háttað. Auka þarf þær upplýsingar sem fólk þarf að skila inn til að hægt sé að byggja lánveitinguna á traustari grunni en nú er gert. Einnig ætti að skoða hvort sá möguleiki sé fyrir hendi að breyta Íbúðalánasjóði í heildsölu sem héldi utan um öll fasteignalán. Það myndi auka gagnsæi og stjórnvöld ættu að hafa meiri yfirsýn yfir stöðu mála.
    Lykil hugtök: Íbúðalánasjóður, fasteignamarkaður, saga, kjör, kostir, almenningur.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íbúðalánasjóður.pdf1.26 MBOpinn"Íbúðalánasjóður"-heildPDFSkoða/Opna