is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5710

Titill: 
 • Lítil fyrirtæki í vexti : stefna, skipulag og árangur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að draga ályktanir af skipulagi, stefnumótun, rekstrarformi og árangri stjórnenda lítilla fyrirtækja í vexti á Norðurlandi vestra.
  Notað var Europe Foundation Quality Management árangursmatskerfið eða EFQM til að meta rekstrarárangur stjórnenda. Matinu var skipt í eftirfarandi þætti; stjórnun, stefnu, fólk, samstarfsaðila og auðlindir, ferli og lykilárangur listuð í skýringartöflur.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og tekin djúpviðtöl við stjórnendur þriggja fyrirtækja sem hafa verið í vexti. Niðurstöður viðtalanna voru bornar saman við umfjöllun fræðimanna á sviði stjórnunar. Vísbendingar eru um að lítil fyrirtæki í vexti á Norðurlandi vestra þurfi ekki skráða stefnumiðaða stjórnun né formlegt árangursmatskerfi á meðan stjórnendur hafa yfirsýn yfir markmið sem farið er eftir. Þeir halda góðu sambandi við starfsmenn, viðskiptavini og eigendur og forystuhæfileiki stjórnenda hefur mikil áhrif á stjórnunaraðferðir þeirra og árangur. Formlegt árangursmat fer ekki fram innan fyrirtækjanna.
  Lítil fyrirtæki í vexti geta haldið áfram að vaxa meðan stjórnendur hafa yfirsýn yfir þau. Ef stjórnendur vilja ná framúrskarandi árangri ættu þeir að koma á markvissu stjórneftirlits- og árangursmatskerfi.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til júlí 2013
Samþykkt: 
 • 23.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lítil fyrirtæki í vexti - án dagbók.pdf1.45 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Lítil fyrirtæki í vexti - með dagbók.pdf1.46 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Lítil fyrirtæki í vexti - efnisyfirlit.pdf21.4 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lítil fyrirtæki í vexti - heimildaskrá.pdf41.48 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Lítil fyrirtæki í vexti - útdráttur.pdf24.76 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna