Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5715
Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið mikið undanfarin ár. Samkvæmt Ferðamálastofu þá koma 80% erlendra ferðamanna hingað á eigin vegum. Þessir erlendu ferðamenn verða að geta fundið þá þjónustu sem þeir vilja upplifa á ferð sinni um landið á netinu því 75% erlendra ferðamanna sem heimsóttu landið árið 2009 öfluðu sér upplýsinga um Ísland á netinu. Það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem eru á ferð um landið, níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands árið 2009.
En hvernig er íslenska ferðaþjónustan að standa sig á netinu? Tilgangurinn að skrifa um ferðaþjónustu á netinu var að finna svör við þeim vangaveltum. Í þessu verkefni var ákveðið að skoða sérstaklega fyrirtæki sem sérhæfa sig í afþreyingu. Könnun var lögð fyrir öll fyrirtæki sem sérhæfa sig í afþreyingu samkvæmt handbók Ferðamálastofu 2009, fyrir utan sundlaugar og golfvelli, alls 193 fyrirtæki. Svarhlutfallið var 31,3%, sem er í meðallagi þegar kemur að netkönnunum.
Niðurstöðurnar leiddu í ljós að fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfa sig í afþreyingu geta gert betur þegar kemur af markaðsmálum á netinu. Nánast öll þeirra voru með vefsíðu en hugmyndafræðin á bakvið vefsíðurnar var æði misjöfn. Mikill meirihluti sagðist ekki nýta netið nægilega vel til að koma vöru eða þjónustu sinni á framfæri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Forsida.pdf | 27.49 kB | Opinn | Ferðaþjónusta á netinu - forsíða | Skoða/Opna | |
Fyrrihluti.pdf | 68.09 kB | Opinn | Ferðaþjónusta á netinu - fyrri hluti | Skoða/Opna | |
Seinnihlut.pdf | 841.66 kB | Opinn | Ferðaþjónusta á netinu - seinni hluti | Skoða/Opna |