is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5716

Titill: 
  • Rafræn samfélög og nýting þeirra við markaðssetningu á vefsíðu : viðskipta- og markaðsáætlun fyrir www.paralogs.com
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Svifvængjaflug er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi þar sem flogið er um á þunnum nælondúk sem svífur á sömu lögmálum og flugvélavængur. Meirihluti svifvængjaflugmanna skráir flugtíma sína í svokallaða loggbók sem er ýmist í formi excel skjals eða vefsíðu. Þessu verkefni var ætlað að skoða möguleikann á því að hanna og reka vefsíðu sem sér um skráningu þessa tíma. Vefsíðunni er einnig ætlað að vera samskiptavefur fyrir svifvængjaflugmenn á veraldarvefnum og mynda þannig rafrænt samfélag þeirra á meðal. Marmiðið var að skoða þá tekjumöguleika sem eru fyrir hendi og kanna rekstrargrundvöll fyrirtækis sem héldi utan um slíka vefsíðu.
    Könnun var lögð fyrir svifvængjaflugmenn á Íslandi þar sem ætlunin var að skoða notkunn þeirra og viðhorf til loggbóka ásamt því að kanna hvort þeir væru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að slíkri síðu. Niðurstöðurnar voru svo nýttar til að setja upp markaðs- og viðskiptaáætlun.
    Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að meirihluti svifvængjaflugmanna notuðu loggbækur og að mikill meirihluti þeirra voru mjög eða frekar jákvæðir til þess forms loggbóka sem þeir nota í dag. Það kom einnig í ljós að þeir voru ekki tilbúnir til að greiða fyrir þá þjónustu sem vefsíðunni var ætlað að veita. Þar með var ljóst að einu tekjurnar sem hægt væri að hafa af slíkri vefsíðu yrðu auglýsingatekjur. Erfitt reyndist að meta fjölda svifvængjaflugmanna og þar af leiðandi stærð markhópsins. Því var erfitt að leggja raunhæft mat á hversu miklar auglýsingatekjur hægt væri að vænta. Þó var ljóst að miðað við fjölda þeirra svifvængjaflugmanna sem notuðu núverandi vefsíður yrði erfitt að skapa nægilega stóran notendahóp til að afla auglýsingatekna af einhverju ráði. Því var niðurstaðan sú að kanna möguleikann á að því að færa grunnhugmyndina á bakvið vefsíðunna yfir á önnur fjölmennari áhugamál og borð við golf eða skotveiði.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til janúar 2015
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_lokaskjal.pdf1.81 MBOpinnRafræn samfélög og nýting þeirra við markaðssetningu á vefsíðu: Viðskipta- og markaðsáætlun fyrir www.paralogs.com - heildPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - heimildarskrá.pdf105.26 kBOpinnRafræn samfélög og nýting þeirra við markaðssetningu á vefsíðu: Viðskipta- og markaðsáætlun fyrir www.paralogs.com - heimildaskrá PDFSkoða/Opna
Lokaverkefni - efnisyfirlit.pdf108.93 kBOpinnRafræn samfélög og nýting þeirra við markaðssetningu á vefsíðu: Viðskipta- og markaðsáætlun fyrir www.paralogs.com - efnisyfirlit PDFSkoða/Opna