Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5719
Í gangverki hvers efnahagskerfis gegnir fasteignamarkaðurinn veigamiklu hlutverki. Þá er hann einnig góður mælikvarði á heilsufar þess. Í því sambandi er áhugavert að fylgjast með þróun seinustu ára þar sem töluverð umskipti hafa átt sér stað. Viðfangsefni þessara skýrslu er að varpa ljósi á þá þætti sem hafa hvað mest áhrif á markaðsverð íbúðarhúsnæðis svo og bera saman íbúðarmarkaðinn á Akureyri við íbúðarmarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru sett fram mælitæki sem ætlað er að svara hvort vænta megi samsvarandi lækkunar á íbúðarhúsnæði á Akureyri og Seðlabankinn er búinn að spá fyrir um höfuðborgarsvæðið.
Margir samspilandi þættir hafa áhrif á væntingar fólks. Hið opinbera er fyrirferðarmikið í íslenska hagkerfinu og getur atferli þess haft mikil áhrif á fólkið í landinu. Ákvarðanir þess er varða breytingar á húsnæðislánakerfinu skipta miklu. Hvort sem um er að ræða vexti, lánstíma, veðsetningarhlutfall, stimpilgjöld eða annan kostnað tengdan fasteignaviðskiptum eru það allt þættir sem hafa áhrif á greiðslugetu fólks. Þá skipta breytingar á tekjum og kaupmætti fólks miklu máli þegar skoðaðar eru ástæður verðbreytinga á íbúðarhúsnæði.
Töluvert hefur verið byggt bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Hefur hlutfallsleg fjölgun íbúðarhúsnæðis verið sambærileg. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga hefur dregist mikið saman á þessum mörkuðum síðustu misserin. Eftir miklar verðhækkanir 2004-2007 hefur raunverð fasteigna verið á hraðri niðurleið. Þar spilar verðbólga stærstu rulluna en hún er einnig ástæða þess að kaupmáttur hefur rýrnað upp á síðkastið.
Óhætt er að segja að framboð af nýju húsnæði sé nægt á báðum stöðum. Hlutfallslega er þó meira til af húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Miðað við þá mælikvarða sem notaðir eru í þessari rannsókn má búast við að íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu lækki um 8% umfram íbúðarverð á Akureyri frá því það var hæðst 2008.
Lykilorð: Akureyri, Reykjavík, húsnæðismarkaður, framboð, eftirspurn.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun fasteignaverðs á Akureyri næstu misserin.pdf | 355,37 kB | Opinn | Þróun fasteignaverðs á Akureyri næstu misserin-heild | Skoða/Opna | |
Útdráttur lokaverkefnis.pdf | 144,16 kB | Opinn | Þróun fasteignaverðs á Akureyri næstu misserin-útdráttur | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit lokaverkefnis.pdf | 14,28 kB | Opinn | Þróun fasteignaverðs á Akureyri næstu misserin-efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá lokaverkefnis.pdf | 53,17 kB | Opinn | Þróun fasteignaverðs á Akureyri næstu misserin-heimildaskrá | Skoða/Opna |