is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5720

Titill: 
 • Áhrif ytri þátta á alþjóðlega flutninga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Alþjóðaviðskipti eru mikilvæg fyrir flest lönd þar sem þau stuðla að auknum hagvexti og bæta þannig lífskjör íbúa þeirra. Alþjóðlegir flutningar eru lykilþáttur þegar kemur að alþjóðlegri verslun. Algengasti flutningsmátinn á milli landa er sjóflutningar þar sem mikil þróun hefur átt sér stað eftir að gámaskipin voru tekin í notkun. Þessi þróun hefur leitt til aukinnar stærðarhagkvæmni og þar af leiðandi lægra einingaverðs.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða þættir í ytra umhverfi gámaflutninga hafa áhrif á starfsemi þeirra. Litið var til Kína og Bandaríkjanna við gerð rannsóknarinnar. Mikil greiningarvinna fylgdi rannsókninni og var PEST-líkanið notað til að greina ytri þætti í umhverfi gámaflutninga. Með líkaninu voru pólitískir, efnahagslegir, samfélagslegir og tæknilegir þættir greindir. Einnig var spáð fyrir um þróun gámaflutninga næstu árin með spálíkani.
  Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós að sömu ytri þættir hafa mismunandi áhrif á gámaflutninga eftir svæðum. Pólitískir þættir hafa umtalsverð áhrif á gámaflutninga. Breytt stefna kínverskra stjórnvalda upp úr 1978 varð til þess að landið opnaðist fyrir alþjóðaviðskiptum og þar af leiðandi varð mikil aukning í gámaflutningum í Kína. Efnahagslegir þættir eins og hagvöxtur, verðbólga, staða gjaldmiðla og erlendar fjárfestingar hafa umtalsverð áhrif á starfsemi gámaflutninga. Aðhvarfsgreining var notuð til að spá fyrir um þróun gámaflutninga í Kína, Bandaríkjunum og í heiminum. Líkanið sýndi fram á að aukning gámaflutninga mun halda áfram næstu árin.
  Lykilorð:
  ▪ Alþjóðamarkaður
  ▪ Alþjóðaflutningar
  ▪ Gámaflutningar
  ▪ Markaðsgreining
  ▪ Spálíkön

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 23.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-rafræn útgáfa á pdf.pdf3.39 MBLokaðurÁhrif ytri þátta á alþjóðlega flutningaPDF