Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5723
Þessi ritgerð fjallar um kenningu M. Porters um klasa, hvað felst í henni, hvaðan kemur hún og fyrir hvað hún hefur verið gagnrýnd. Í stuttu máli felst kenningin í skipulögðu samstarfi fyrirtækja á ákveðnu svæði og er viðurkennd aðferð stjórnvalda víða um heim til að bæta samkeppnishæfi svæða og auka atvinnu og hagvöxt. Hugmyndin er að færa áherslur frá atvinnugreinum yfir á svæði, greina svæðin með tilliti til tækifæra/ógnana og styrkleika/veikleika og styrkja með skipulögðum hætti með aðkomu ríkis og mennta- og rannsóknar-stofnana. Styrkjum til atvinnu og nýsköpunar er stýrt með aðkomu Vaxtasamninga sem gerðir hafa verið í öllum landshlutum. Í þessari ritgerð eru klasar sem stofnað var til í skjóli Vaxtasamnings Suðurlands og Vestmannaeyja árið 2007 skoðaðir og gerð tilraun til að meta árangur þeirra. Þetta var gert með viðtölum við nokkra aðila sem tengdust klösunum með einum eða öðrum hætti.
Helstu niðurstöður benda til þess að félagslegur ávinningur klasasamstarfs sé mikill og líklegur til fjárhagslegs ávinnings síðar meir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Microsoft Word - Lokaritgerð Bryndís Sigurðardóttir.pdf | 402.35 kB | Opinn | Heildarverkefni | Skoða/Opna |