is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5726

Titill: 
  • Starfsmannasamtöl hjá Akureyrarbæ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið er lokaverkefni höfundar til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Fjallað er um starfsmannasamtöl hjá fjórum stofnunum/deildum innan Akureyrarbæjar og rannsakað hvaða árangri starfsmannasamtöl hafa skilað og hvert viðhorf stjórnenda og starfsmanna til þeirra er. Unnið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum: Fá allir starfsmenn starfsmannasamtöl? Hvaða árangri hafa starfsmannasamtölin skilað? Hvert er viðhorf starfsmanna og stjórnenda til starfsmannasamtala? Hvert er viðhorf starfsmanna og stjórnenda til frammistöðumats? Viðtöl voru tekin við fjóra stjórnendur og viðhorfskönnun lögð fyrir starfsmenn. Helstu niðurstöður voru þær að starfsmannasamtöl hjá þessum fjórum stofnunum/deildum hjá Akureyrarbæ eru framkvæmd og mótuð á svipaðan máta og fræðin segja til um hvernig best sé að standa að þeim og hvernig skuli vinna með þau. Flest allir starfsmenn hafa átt starfsmannasamtal við sinn yfirmann. Samtölin hjá stofnununum/deildunum byggjast mikið á huglægu sjálfsmati starfsmannsins sem og stjórnandans á frammistöðu hans í starfi. Starfsmannasamtöl skapa stund fyrir stjórnanda og starfsmann til að setjast niður og ræða hin ýmsu mál og ýta undir að frekari tengsl myndist á milli þeirra. Viðhorf stjórnenda og starfsmanna til starfsmannasamtala er jákvætt en viðhorf þeirra til frammistöðumats er mjög misjafnt.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5726


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð_starfsmannasamtöl.pdf1.4 MBLokaðurStarfsmannasamtöl hjá AkureyrarbæPDF