is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5727

Titill: 
 • Áætlunargerð til árangurs
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig fyrirtæki geta náð afburðaárangri með því að nota vel hönnuð stjórneftirlitskerfi og virka áætlunargerð sem fylgt er eftir og því hvort áætlunargerð sé markviss í ferðaþjónustufyrirtækjum á Íslandi.
  Höfundur var þeirrar skoðunar að fá fyrirtæki væru rekin á kerfisbundinn hátt, en flestar ákvarðanir væru teknar út frá skammtímasjónarmiðum frekar en að unnið væri samkvæmt langtímaáætlun.
  En hvers vegna að nota áætlunargerð? Og hvernig eru fyrirtæki almennt að nýta sér þessa tækni? Oft hefur verið talað um „rassvasabókhald” og sumir hafa haldið því fram að fjölmörg fyrirtæki væru rekin á þann máta. Þau væru ekki rekin á faglegan hátt þrátt fyrir að æðstu stjórnendur hefðu þá menntun sem til þyrfti. Oft þegar talað er um áætlunargerð, eru rekstrar-og fjárhagsáætlanir það fyrsta sem flestum dettur í hug. Til að reksturinn gangi upp eru slíkar áætlanir nauðsynlegar en áætlun sem unnin er út frá markmiðum, stefnu eða til að ná afburðaárangri liggur oft milli hluta.
  Rannsóknarspurningin sem unnið var út frá er:
  „Hvernig nýta stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi sér stjórneftirlitskerfi til árangurs?”
  Við rannsókn höfundar er notast við hálfskipulögð viðtöl sem gefur viðmælandanum aukið svigrúm til svara. Viðmælendur voru valdir af hentugleika úr þýði aðildarfélaga að Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).
  Höfundur gætti að því að hvert fyrirtæki væri í mismunandi geira innan ferðaþjónustuiðnaðarins og væru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur voru allir stjórnendur og bjuggu allir yfir áralangri reynslu í stjórnun og rekstri fyrirtækja.
  Samkvæmt rannsókn höfundar virtust viðmælendur almennt ekki þekkja til stjórneftirlitskerfa og enginn þeirra nýtti sér formlega slíka tækni. Stjórnendur höfðu þó áhuga á slíkum kerfum eða skipulagi.
  Lykilorð: Stjórneftirlitskerfi • Ferðaþjónustufyrirtæki • Afburðaárangur • Áætlunargerð • Stefnubundin áætlun.

Samþykkt: 
 • 23.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5727


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áætlunargerð til árangurs.pdf580.57 kBOpinnÁætlunargerð til árangursPDFSkoða/Opna