en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5737

Title: 
 • is Hefur fjölgun erlendra starfsmanna haft áhrif á mannauðsstjórnun í íslenskum matvælafyrirtækjum?
Abstract: 
 • is

  Íslensk matvælafyrirtæki hafa gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Íslenskt vinnuafl hefur horfið á braut og störf þeirra verið leyst með erlendu vinnuafli.
  Misjafnt er hvernig tekið hefur verið á mannauðsmálum í íslenskum matvælafyrirtækjum á undanförnum árum og fróðlegt að sjá hvort fjölgun erlends vinnuafls hafi haft einhver áhrif á það.
  Samfara fjölgun á erlendu vinnuafli koma upp ýmis samfélagsleg vandamál vegna mismunandi uppruna og mismunandi menningar í heimalandinu. Þetta getur haft áhrif á líðan starfsmanna og því mikilvægt fyrir atvinnurekendur að aðstoða starfsfólk sitt með að aðlagast íslensku samfélagi.
  Með minnkandi áhuga íslensks vinnuafls á að starfa í greininni á uppgangsárum síðasta áratugar þurftu matvælafyrirtækin að leita meira út fyrir landsteinana að starfsfólki. Algengast var að fara í gegnum erlendar ráðningarstofur. Þannig fór stór hluti af ráðningarferlinu út frá fyrirtækjunum og yfir á erlenda aðila.
  Mikilvægt er fyrir stjórnendur matvælafyrirtækja að átta sig á því að óvíst er að þróunin í samsetningu vinnuafls eigi eftir að breytast. Fiskvinnslufyrirtæki hafa gengið í gegnum svipaða þróun og ekkert sem bendir til þess að hún gangi eitthvað til baka.

Description: 
 • is Verkefnið er lokað
Accepted: 
 • Jun 23, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5737


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Efnsiyfirlit.pdf10.89 kBOpenEfnisyfirlitPDFView/Open
Heimildaskrá.pdf41.79 kBOpenHeimildarskráPDFView/Open
Sveinn Jónsson lokaverkefni_Bokasafn.pdf970.78 kBLockedLokaverkefni - heildartextiPDF