Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5761
Mikil umræða er ávallt um íslenska lífeyrissjóði og fjárfestingastefnu þeirra enda eru lífeyrissjóðir landsins í eigu þeirra sem greiða í sjóðina. Mikið umrót hefur verið í fjárfestingum sjóðanna síðustu ár og fjárfestingaumhverfið hefur breyst mikið. Til að mynda varð íslenski hlutabréfamarkaðurinn fyrir gríðar-legum áhrifum af falli stóru bankanna og alheimskreppunnar sem dundi yfir heiminn árið 2008. Afleiðingar af hruni íslenska hlutabréfamarkaðsins höfðu mikil áhrif á ávöxtun sjóðanna í heild.
Meginmarkmið þessara rannsókna er að skoða hvort eignasamsetning lífeyrissjóða hafi verið með þeim hætti að verið væri að hámarka ávöxtun með tilliti til áhættu út frá sögulegum gögnum frá árunum 2001-2007. Við útreikninga notar rannsakandinn framfallið.
Niðurstaða rannsóknarinnar er að lífeyrissjóðir landsins tóku of mikla áhættu miðað við ávöxtun. Útreikningar framfallsins segja að lífeyrissjóðir hafi átt að fjárfesta á skammtímamarkaði og í verðtryggðum bankareikningum.
Lykilorð:
• Íslenskir lífeyrissjóðir
• Framfall
• Ávöxtun
• Áhætta
• Fylgni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Var eignasamsetning lífeyrissjóða í árslok 2008 hámörkuð með tilliti til áhættu og væntrar ávöxtunar.pdf | 817.68 kB | Lokaður | Var eignasamsetning lífeyrissjóða í árslok 2008 hámörkuð með tilliti til áhættu og væntrar ávöxtunar? |