is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5769

Titill: 
  • Ljósóháðar sambýlisbakteríur íslenskra fléttna : örveruhemjandi virkni, svipgerðargreining og kennigreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari voru kannaðir hæfileikar ljósóháðra sambýlisbaktería íslenskra fléttna til að framleiða örveruhemjandi efni. Safn stofna sem einangraðir voru í fyrra verkefni var skimað fyrir framleiðslu lífvirkra efna með nokkrum aðferðum. Skimað var gegn sex þekktum sýklum í mönnum. Einnig voru svipgerðareiginleikar valdra stofna kannaðir og út frá niðurstöðum skimunar voru tveir stofnar raðgreindir með 16S rDNA raðgreiningu.
    Almennt hafa ljósóháðar sambýlisbakteríur fléttna ekki verið mikið rannsakaðar og tegundir þeirra, fjöldi og hlutverk í sambýlinu eru lítt þekkt atriði. Ljóst er þó að margir þessara stofna framleiða efni sem hamla vexti annarra örvera og vekur þetta rannsóknarsvið því upp ótal spurningar og verkefni.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fjórir stofnar af þeim 104 sem prófaðir voru, sýndu áberandi virkni gegn einum eða fleiri tegundum sýkla. Nokkrir stofnar til viðbótar sýndu minniháttar áhrif. Einn fjögurra jákvæðra stofna var raðgreindur til tegundar og reyndist vera Bacillus pumilus. Skráð hafa verið tilfelli þar stofnar af þessari tegund hafa framleitt öflug örveruhemjandi efni. Einnig var raðgreindur stofn sem sýndi minniháttar áhrif gegn einum sýkli og er hann líklega af Bacillus ætt. Niðurstöður svipgerðargreiningar á völdum stofnum gefur til kynna að þrátt fyrir að vera ólíkir hafi margir þeirra svipaða eiginleika hvað varðar niðurbrot efna og fleira.

Samþykkt: 
  • 23.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5769


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_final.pdf20.89 MBOpinnLjósóháðar sambýlisbakteríur íslenskra fléttna: örveruhemjandi virkni, svipgerðargreining og kennigreiningPDFSkoða/Opna