is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/577

Titill: 
  • Pant vera rennilásinn! : hver er staða leiksins í leikskólum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu leiksins í leikskólum á Íslandi í dag og hvort leikurinn hafi hugsanlega hlotið minna vægi vegna þeirra breytinga sem orðið hafa í leikskólamálum á síðustu áratugum. Í ritgerðinni er umfjöllun um leikinn og gildi hans fyrir þroska barna í ljósi kenninga ýmissa fræðimanna sem hafa rannsakað gildi leiksins frá uppeldislegu sjónarmiði.
    Til að leita svara við hver staða leiksins í leikskólanum sé er m.a. stuðst við íslenska rannsókn Jóhönnu Einarsdóttur frá árinu1999 um þátttöku starfsfólks í hlutverkaleik barna. Dagskipulag í leikskólum er skoðað með tilliti til þess hvort það takmarki að einhverju leiti tíma sem gæti verið varið til frjálsra leikja og litið til þess hvort það sé að verða ofhleðsla af kennslumiðuðu efni í leikskólum. Einnig er vikið að hver sýn fullorðinna sé á leik barna og m.a. vitnað í ræðu sem fyrrverandi menntamálaráðherra Björn Bjarnason hélt árið 1998 á málþingi um menntamál leikskólakennara.
    Skoðuð er hve þróun og breytingar leikskólamálum hefur verið ör frá þeim tíma er fyrstu barnaheimilin tóku til starfa og fram til dagsins í dag. Víða er leitað fanga í þeirri upplýsingaöflun m.a. Uppeldisáætlun leikskóla 1985 og 1993 og 1999. Aðalnámskrá leikskóla ásamt Leikskólastefnu Félags leikskólakennara sem lét gera sögulegt yfirlit yfir þróun leikskóla á Íslandi svo og lög og reglur um leikskóla. Þá er sjónum beint að því hvort breytingar í kjölfar þess að leikskólinn varð með lögum árið 1994 fyrsta skólastigið. Í ljósi þessa framkvæmdu höfundar litla könnun í fjórum leikskólum á suðvesturlandi, til að leita svara við rannsóknarspurningunni hver staða leiksins væri í viðkomandi leikskólum að mati leikskólakennara og leiðbeinenda. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að flestir töldu að staða leiksins væri góð.
    Í ljósi þessara niðurstaða eru settar fram ýmsar tilgátur um hvort staða leiksins sé sterk í leikskólunum á Íslandi eða hvort afstaða starfsfólksins í heild litist af því að svona eigi að vinna í leikskólum á Íslandi í dag.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pant.pdf791.71 kBTakmarkaðurPant vera rennilásinn! - heildPDF
pant_e.pdf112.68 kBOpinnPant vera rennilásinn! - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
pant_h.pdf145.33 kBOpinnPant vera rennilásinn! - heimildaskráPDFSkoða/Opna
pant_u.pdf92.54 kBOpinnPant vera rennilásinn! - útdrátturPDFSkoða/Opna