en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5774

Title: 
 • Title is in Icelandic Flokkun vatnsbóla með tilliti til efnafræðilegra eiginleika og fjarlægðar frá sjó
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í ritgerð þessari voru notuð gögn fengin frá verkefninu Vatnsauðlindir Íslands sem fólu í sér efnagreiningar sýna úr 144 vatnsbólum á Íslandi. Markmiðið var að flokka þau með tilliti til jarðfræðilegra aðstæðna, loftlags, efnasamsetningar og fjarlægðar frá sjó en fram til þessa hefur enginn miðlægur gagnagrunnur verið til með upplýsingum um eðli íslensks neysluvatns og efniseiginleika.
  Vatnsbólin voru í upphafi gróflega flokkuð eftir landshlutum og því næst voru efnagreiningar vatnsbólanna færðar í forritið AqQa og það notað til þess að flokka þau eftir efnasamsetningu. GPS hnit vatnsbólanna voru færð í landupplýsingaforritið ArcGIS og þau sett fram á jarðfræðigagnagrunni fengnum frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Vonast er til þess að grunnurinn nýtist Umhverfisstofnun, matvælafyrirtækjum og öðrum aðilum sem hyggjast leita að og nýta vatn til hvers kyns starfsemi á Íslandi.
  Niðurstaða verkefnisins er sú að sjö megingerðir vatns séu í íslenskum vatnsbólum. Á Reykjanesi er vatnið salt og efnaríkt vegna nálægðar við sjó en á höfuðborgarsvæðinu er vatnið basískt og efnasnauðara. Á Norðvesturlandi er að finna karbónatríkt og frekar kísilríkt vatn sem er létt miðað við hlutföll stöðugra samsæta. Á Austurlandi er vatnið lítið salt, efnasnautt og með tiltölulega lágt sýrustig en á Suðurlandi er vatnið þungt og vegna nálægar við gosbeltið er það magnesíum-, súlfat- og bíkarbónatríkt.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5774


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOK_amk.pdf3.33 MBOpenPDFView/Open