en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5788

Title: 
  • Title is in Icelandic Meðferð sakamála ungmenna : skilorðsbundnir dómar, samfélagsþjónusta og sáttamiðlun
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ljós hefur komið að vegna brota í ákveðnum brotaflokkum eru ungmenni mjög stór hópur gerenda og bersýnilegt að ekki eru úrræðin nægilega góð til að koma í veg fyrir afbrot ungmenna. Varðandi úrræðin sem til boða standa fyrir unga afbrotamenn, fyrir utan að sæta fangelsisvist, eru skilorðsbundnir dómar eða samfélagsþjónusta. Skilorðsbundnir dómar eru töluvert mikið notaðir vegna afbrota ungmenna, en Fangelsismálastofnun sem sér um samfélagsþjónustuna hefur ekki tekist nógu vel upp með að fá unga afbrotamenn til að sinna samfélagsþjónustu. Hluti skýringar á því máli er hugsanlega að samfélagsþjónusta stendur oftast þeim til boða sem hlotið hafa óskilorðsbundinn dóm, en það er þrautalending í málum ungmenna.
    Sáttamiðlun var tekin upp í tilraunaverkefni á Íslandi árið 2006 og stóð verkefnið yfir í tvö ár. Gafst verkefnið afskaplega vel, en ekki hefur enn komið út lokaskýrsla nefndarinnar er sá um verkefnið. Leyfilegt er þó að notast við sáttamiðlun eins og hún var framkvæmd á tilraunatímabilinu og var lögfest í sakamálalögunum nr. 88/2008 að fella mætti niður saksókn hafi samkomulag náðst. Engin lög eru þó til um sáttamiðlun sem slíka og einu reglurnar sem til eru um hana eru í fyrirmælum sem ríkissaksóknari setti við upphaf tilraunaverkefnisins.

Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5788


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð pdf.pdf309.7 kBOpen"Meðferð sakamála ungmenna"-heildPDFView/Open