is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5796

Titill: 
  • Samband íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar : lagalegur grundvöllur.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu riti verður lagalegur grundvöllur sambands íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar skoðaður. Haft er í huga hvað það er sem liggur til grundvallar núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju; hve þungt stjórnarskrárbundin skylda íslenska ríkisins vegi í þessu samhengi. Litið verður yfir sögu kirkjunnar á Íslandi frá því fyrir siðaskipti, og lagalegt umhverfi hennar skoðað frá siðaskiptum. Einnig er litið á hvað breyttist í sambandi ríkis og kirkju árið 1874 þegar evangelíska lútherska kirkjan var gerð að þjóðkirkju samkvæmt stjórnarskrá. Þá verða teknir til skoðunar helstu þættir sambands ríkis og þjóðkirkju eins og það er nú. Helstu samningar sem hafa verið gerðir á milli ríkis og þjóðkirkju verða skoðaðir, en það eru „Samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um fjárframlög” og „Samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar” sem og lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Farið er yfir fyrirkomulag á milli ríkis og þjóðkirkju á Íslandi og það borið saman við fyrirkomulag í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, með sérstöku tilliti til sjálfstjórnar kirknanna. Niðurstaðan er sú að það sé öðru fremur stjórnarskrárbundin skylda íslenska ríkisins við þjóðkirkjuna sem er grundvöllur sambands aðilanna eins og það er í dag.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samband íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar - lagalegur grundvöllur.pdf406.74 kBOpinn"Samband íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar - lagalegur grundvöllur" - heildPDFSkoða/Opna