Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5799
Þessi heimildasamantekt var lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði. Tilgangur hennar var að varpa ljósi á það, hvað einkennir óráð á gjörgæsludeildum. Afla þekkingar um það sem hefur áhrif á þróun einkenna, hvaða afleiðingar óráð hefur fyrir batahorfur og framtíð sjúklinga.
Óráð er vel þekkt hjá alvarlega veikum sjúklingum á gjörgæsludeildum og sýna rannsóknir að það lengir sjúkrahúsdvöl og eykur dánartíðni. Einnig benda niðurstöður til þess að óráð hafi ahrif á heilsufar, líkamlegt hlutverk og félagsvirkni, mánuðum og jafnvel árum eftir útskrif af sjúkrahúsi. Einkenni óráðs geta verið mjög lík vitrænum og geðrænum röskunum og sýna rannsóknir undanfarinna áratuga, að það eykur hættu á að óráð sé vangreint sem leiðir til þess að sjúklingar fá ekki viðeigandi meðferð.
Þekking hjúkrunarfræðinga á óráði og þeim þáttum sem ýtt geta undir að sjúklingar fái óráð, eykur skilning á áhrifum bráð alvarlegra veikinda. Jafnframt auðveldar það hjúkrunarfræðingum að meta hvaða þörfum beri að sinna til auka gæði hjúkrunar og tryggja öryggi sjúklinga.
Fjallað er um einkenni óráðs og hvað greinir það frá öðrum vitrænum röskunum. Algengi óráðs, áhættuþætti. Hvort tengls séu á milli óráðs og svefntruflna, hvaða þættir í umhverfi
sjúklinga hafa áhrif á gæði svefn. Hjúkurnarmeðferð og upplífun aðstandenda.
Lykilorð: Óráð á gjörgæsludeildum, líkamlegirþættir, umhverfisþættir, hjúkrunarmeðferð, upplifun/reynsla aðstandenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Óráð á gjörgæsludeildum[1].pdf | 913.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
forsíða grétu.pdf | 14.47 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |