is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5804

Titill: 
  • Atvinnuleg endurhæfing rofin: aðstæður og þátttaka notenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig fólk sem hefur verið í atvinnulegri endurhæfingu en ekki lokið prógramminu upplifir aðstæður sínar og reynslu af endurhæfingunni. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hverjar eru aðstæður fólks sem lýkur ekki atvinnulegri endurhæfingu? Hvernig er þátttöku fólks háttað sem lýkur ekki atvinnulegri endurhæfingu? Hvaða persónulegu þáttum býr fólk yfir sem lýkur ekki atvinnulegri endurhæfingu? Stuðst var við hugmyndafræðina Líkansins um iðju mannsins (MOHO). Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt til þess að gefa þátttakendum tækifæri til að tjá eigin upplifanir og reynslu. Þátttakendur voru fimm, fjórar konur og einn karl á aldrinum 35 til 59 ára. Þeir voru markvisst valdir af framkvæmdarstjóra Starfsendurhæfingar Norðurlands. Viðtöl voru tekin við þátttakendur á heimili þeirra og viðtalsrammi frá stærri rannsókn leiðbeinanda notaður en hann var jafnframt aðlagaður að þessari rannsókn. Viðtölin voru hljóðrituð, afrituð og gögnin kóðuð opið í þeim tilgangi að fá fram þemu. Þannig urðu til þrjú megin þemu: Persónan, þátttaka og aðstæður. Þemað sem snéri að persónunni náði til þátta á borð við trú á eigin áhrifamátt, viðhorf og gildi sem höfðu áhrif á þátttöku viðmælenda. Þemað þátttaka endurspeglaðist í því hversu virkur þátttakandinn var fyrir og eftir áfall eða slys. Menning getur verið misjöfn eftir samfélögum, fordómar og vanþekking geta haft niðurbrjótandi áhrif en sumir þátttakenda töluðu um hvernig það hindraði þau til þátttöku. Allir þátttakendur töluðu um hversu flókið heilbrigðis- og félagskerfið er og upplifðu vanmátt sinn gagnvart því. Eins nefndu þeir að aðgengi að upplýsingum væri ábótavant. Flestir töluðu um að úrræðum í samfélaginu væri ábótavant og að þau úrræði sem í boði væri mættu ekki þeirra þörfum með tilliti til búsetu, fjárhags og persónulegra aðstæðna.
    Lykilhugtök: atvinnuleg endurhæfing, persónulegir þættir, þátttaka, aðstæður, notendur

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5804


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atvinnuleg endurhæfing rofin.pdf955.96 kBOpinnAtvinnuleg endurhæfing rofin - heildPDFSkoða/Opna