is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/581

Titill: 
 • Egill Skalla-Grímsson : barn - víkingur - skáld
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil vakning hefur átt sér stað í Borgarbyggð um að endurlífga Egils sögu. Verið er að vinna að uppbyggingu Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, þar sem hugmyndin er að gera söguna sýnilegri og aðgengilegri fyrir almenning. Einnig verður sett upp sýning um Landnám Íslands.
  Fannst okkur því tilvalið að vinna að verkefni fyrir börn sem tengist Egils sögu. Til að vinna slíkt verkefni er nauðsynlegt að kafa djúpt í efni sögunnar og kynna sér umhverfi hennar vel.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fræðileg umfjöllun um Íslendingasögur og gildi þeirra. Þar er einnig fjallað um víkingaöldina og lifnaðarhætti víkinga. Stærsti hluti ritgerðarinnar er Egils saga. Þar er fjallað um uppruna og sögusvið sögunnar ásamt stuttri endursögun úr sögunni sjálfri. Fjallað er um Landnám Skalla-Gríms og nánar fjallað um Egil Skalla-Grímsson sem barn, víking og skáld. Í lok Egils sögu hlutans er umhverfi sögunnar í Borgarbyggð skoðað. Leitast er við að skilgreina hugtakið grenndarkennsla og til þess verðum við að átta okkur á hugtökunum söguvitund, grenndarvitund og umhverfisvitund sem eru öll undirstaða styrkrar sjálfsvitundar einstaklinga og hópa.
  Í lokin setjum við fram hugmyndir að verkefnum tengdum Egils sögu fyrir börn. Þar komum við til með að nota söguaðferðina. Hún byggist á umræðum, spurnaraðferðum, virku leitarnámi, sviðsetningu, innlifunaraðferðum og skapandi viðfangsefnum. Meginhugmynd aðferðarinnar er saga með sögusviði, persónum og atburðarrás. Börnin taka þátt í að segja söguna, setja sig í spor persónanna til dæmis með hlutverkjaleikjum og vettvangsferðum og í lokin er haldin sýning.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
egill.pdf3.41 MBTakmarkaðurEgill Skalla-Grímsson - heildPDF
egill_e.pdf188.75 kBOpinnEgill Skalla-Grímsson - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
egill_h.pdf217.64 kBOpinnEgill Skalla-Grímsson - heimildaskráPDFSkoða/Opna
egill_u.pdf190.35 kBOpinnEgill Skalla-Grímsson - útdrátturPDFSkoða/Opna