is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5812

Titill: 
  • Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hlutfall aldraðra eykst á ári hverju með bættum lífskjörum og með hækkandi aldri eykst algengi sjúkdóma og aukin lyfjanotkun fylgir í kjölfarið. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvort munur væri á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu en upplýsingar um þetta efni eru af skornum skammti hérlendis.
    Aðferð: Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og úrtakið valið með slembiúrtaki úr þéttbýli og dreifbýli á Norðurlandi eystra. Skilyrði fyrir þátttöku voru að viðkomandi væri búsettur í heimahúsi, 65 ára eða eldri og gæti tjáð sig munnlega. Þátttakendur voru 186 talsins, þar af 118 úr þéttbýli og 68 úr dreifbýli. Gagnaöflun fór fram árið 2004 og hét „Heilsutengdir hagir eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli“. Lyf þátttakenda voru flokkuð eftir ATC-flokkunarkerfinu og skráð inn í gagnagrunninn. Notast var við Statistical Package for Social Scienses (SPSS) við úrvinnslu gagna og marktektarmörk sett við p < 0,05.
    Niðurstöður: Aldraðir einstaklingar tóku inn að meðaltali 3,9 lyf óháð búsetu. Rúmlega 59% þátttakenda voru á fjórum lyfjum eða færri, rétt rúmlega 37% tóku inn fimm til níu lyf og tæp 4% voru á 10 lyfjum eða fleiri. Þegar litið var á lyfjanotkun eftir ATC-flokkunarkerfinu reyndist mesta notkunin vera í C-flokki (hjarta- og æðasjúkdómalyf) en 66% aldraðra innbyrtu slík lyf óháð búsetu. Eftir því sem aldraðir mátu heilsu sína verri því fleiri lyf tóku þeir inn að meðaltali. Í þéttbýli bjuggu allir innan við 5 km frá heilbrigðisþjónustu en í dreifbýli voru 83.8% sem voru í meira en 20 km fjarlægð frá henni.
    Ályktanir: Munur er á aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lýðfræðilegum þáttum eftir búsetu. Í þéttbýli er stutt í heilbrigðisþjónustu og aldraðir meta heilsu sína betri, en á móti kemur að þar búa fleiri aldraðir einir. Í dreifbýli eru fjarlægðir meiri og upplifun aldraðra af heilsu sinni ekki eins góð, en á móti kemur að þar búa færri einir. Þrátt fyrir þessa þætti sem skildu hópana að fannst enginn munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu.
    Lykilhugtök: Aldraðir – Lyf – Þéttbýli – Dreifbýli – Heilsufar – Aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2012
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu - heild.pdf817.18 kBOpinnheildarskjalPDFSkoða/Opna
Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu - forsíðan.pdf13.92 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu - efnisyfirlit.pdf79.36 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu - útdráttur.pdf66.14 kBOpinnútdráttur/abstractPDFSkoða/Opna
Er munur á lyfjanotkun aldraðra eftir búsetu - heimildaskrá.pdf92.8 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna