is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5818

Titill: 
 • Streita hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við Háskólann á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Streita hjúkrunarfræðinema hefur verið skoðuð víða um heim og þó hugtakið streita sé þekkt í vísindaritum frá um 1930 þá eru ekki margar rannsóknir sem snúa að streitu hjúkrunarfræðinema á Íslandi.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort streita væri hjá hjúkrunarfræðinemum á fyrsta og öðru námsári við hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri (HA) og þá á hvaða stigi.
  Rannsóknarspurningarnar voru fjórar: 1) Hvert er streitustig hjúkrunarfræðinema samkvæmt PSS á fyrsta og öðru námsári við hjúkrunarfræðideild HA? 2) Er munur á streitustigi hjúkrunarfræðinema í staðarnámi og fjarnámi við HA? 3) Er munur á streitustigi hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við HA? 4) Hafa lýðfræðilegir og félagslegir þættir hjúkrunarfræðinema við HA áhrif á streitustig þeirra?
  Aðferðafræði: Rannsóknin byggðist á megindlegri aðferðafræði þar sem úrtakið var 95% af þýðinu. Spurningalistinn Perceived Stress Scale (PSS) í íslenskri þýðingu höfunda var notaður til að meta streitu þar sem streitustig eru mæld á bilinu 0-40. Auk þess voru lýðfræðilegar og félagslegar spurningar lagðar fyrir þátttakendur.
  Niðurstöður: Streitustig þátttakenda mældust á bilinu 5-34 og var meðalstreitustig 17,2. Í samanburði við uppgefin meðalskor nemenda á PSS (15,3) mældust 56% þátttakenda yfir meðalskori og ef miðað var við almennt meðalskor á PSS (13,0) voru 65% þátttakenda yfir meðalskori. Þátttakendur með yfir 20 streitustig voru 39%. Streita staðarnema og fjarnema var álíka mikil og einnig streita á milli námsára. Marktækur munur reyndist vera á meðalstreitustigi eftir hjúskaparstöðu (p<0,05) þar sem giftir/í sambúð voru með lægra streitustig en einhleypir. Streitustig giftra/í sambúð hækkaði (p<0,05) með hverju barninu að undanteknu því að hátt streitustig var hjá þeim sem áttu ekkert barn. Hjúkrunarfræðinemar upplifa flestir mikinn skilning og stuðning frá sínum nánustu á þáttum er tengjast náminu en það virðist ekki duga til að halda streitustiginu lágu.
  Ályktanir okkar eru að námstengd streita sé víða mikil í hjúkrunarfræðinámi og eru hjúkrunarfræðinemar við HA ekki undanskildir. Það að vera giftur/í sambúð er verndandi þáttur fyrir streitu en streitustig hækkar á meðal þeirra eftir fjölda barna.
  Umræður: Þar sem streitustig hjúkrunarfræðinema mældist hátt vonumst við til að hægt sé að nýta niðurstöður rannsóknarinnar við skipulagningu náms og undirbúning nemenda með það að markmiði að efla stuðning við nemendur og hjálpa þeim að styrkja eigin varnarlínur og bjargráð til að takast við námstengda streitu.

Samþykkt: 
 • 24.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Streita hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru námsári við Háskólann á Akureyri.pdf1.87 MBOpinnLokaverkefni til B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræðiPDFSkoða/Opna