is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5821

Titill: 
  • Það besta sem þú eyðir í barnið þitt er tími: upplifun foreldra sem eignast barn sem þarfnast innlagnar á nýburagjörgæslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að fá innsýn í upplifun foreldra sem eignast barn sem er mikið veikt eða fæðist fyrir tímann og þarf að leggjast inn á nýburagjörgæsludeild. Farið verður yfir hvernig fósturþroskinn er í stuttu máli og hver helstu vandamál nýbura eru við fæðingu. Fjallað er um gjörgæsludeildina og það umhverfi sem foreldrar standa frammi fyrir þegar barnið þeirra leggst þar inn, ásamt helsta tækjabúnaði sem er lífsnauðsynlegur nýburanum. Farið verður ítarlega í upplifun foreldrana og þær áhyggjur sem upp kunna að koma þegar þau eignast barn sem þarf að leggjast inn á nýburagjörgæslu. Fjallað verður um tilfinningar foreldra og tengslamyndun þeirra við nýburann sem og samband þeirra hvort við annað. Farið verður í áhrifin sem þessi upplifun getur haft á fjölskylduna. Stuttlega verður fjallað um áhrifin sem eldri systkini verða fyrir. Sorg og sorgarviðbrögð þegar foreldrar komast að því að barnið þeirra er mikið veikt eða jafnvel dauðvona og hvernig þau taka á því ferli og reyna að lifa með því. Hvernig má hjálpa foreldrum að takast á við veikindi barns síns og hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga sem og annarra starfsmanna innan sjúkrahússins. Farið verður í viðhorf hjúkrunarfæðinga sem vinna á nýburagjörgæslu og hvað þeir geta gert til að auðvelda foreldrum að umgangast barnið sitt og tengjast því betur. Loks er svo farið yfir undirbúning fyrir heimferð barns og hvernig hægt er að búa foreldrana undir það hlutverk að annast barnið heima fyrir. Að lokum kemur síðan umræðukafli þar sem skoðun höfunda kemur fram og hvað betur megi fara. Má þar nefna meiri aðstoð við hjúkrunarfræðinga til að létta á þeirra tilfinningum. Einnig vantar meiri fræðslu til hjúkrunarfræðinga um samskipti við foreldrana sem og að læra að skilja viðhorf þeirra.
    Lykilhugtök: Nýburagjörgæsla, tilfinningar foreldra, upplifun feðra, upplifun mæðra sorg og sorgarviðbrögð

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrún!Lokaritgerðin.pdf290.98 kBOpinnÞað besta sem þú eyðir í barnið þitt er tími:Upplifun foreldra sem eignast barn sem þarfnast innlagnar á nýburagjörgæsluPDFSkoða/Opna