is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5823

Titill: 
 • Börn með krabbamein: áhrif á fjölskyldu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í nútíma þjóðfélagi fer tíðni krabbameins á meðal barna vaxandi á meðan lífslíkur þeirra aukast og talið er að um 70-80% krabbameina á meðal barna séu læknanleg. Sjúkdómsferlið sjálft er oft á tíðum langt og strangt ferli sem hefur víðtæk áhrif á alla fjölskyldumeðlimi.
  Greining krabbameins meðal barna setur daglegt líf fjölskyldu úr skorðum sem veldur því að hún missir fótfestuna í lífinu. Stuðningur sem fjölskyldu er veittur í fyrstu má líkja við áfallahjálp en eftir því sem líður á meðferðina minnkar stuðningurinn smátt og smátt. Systkini veika barnsins verða oft útundan hvað varðar stuðning og fræðslu í sambandi við sjúkdóminn.
  Við sjúkdómslok þegar barn nær heilsu á ný er ekki eintóm hamingja þar sem foreldrar glíma við hræðslu og ótta vegna þeirrar hættu á að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju. Systkini barnsins geta átt við félagsleg og sálræn vandamál að stríða í nokkurn tíma eftir sjúkdómslok. Ef sjúkdómslok felast í andláti barnsins verður sorgin sem því fylgir foreldrum mjög langvinn og fylgir þeim alla ævi. Systkini barnsins takast á við sorgina á annan hátt en foreldrar þar sem þau hafa hvorki reynslu né þekkingu á dauðanum. Mikilvægt er að veita fjölskyldu stuðning við og eftir andlát barns.
  Í þessari heimildasamantekt var skoðað hvaða áhrif krabbamein meðal barna hefur á fjölskyldur þeirra. Tilgangur samantektarinnar var að skoða hvaða áhrif greining, meðferð og sjúkdómslok hefur á fjölskyldumeðlimi og hve mikilvægur stuðningur er á þessum erfiðu tímum. Niðurstöður fyrri rannsókna um efnið voru skoðaðar og bornar saman.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að áhrif krabbameins meðal barna eru mismunandi eftir stigum sjúkdómsins. Lífslíkur barns og meðferðarhorfur hafa mikil áhrif á það hvernig fjölskylda tekst á við veikindin og hvernig gengur að aðlagast þeim. Í þessu ferli er stuðningur við fjölskyldu mikilvægur en það virðist sem stuðningur sé mestur við greiningu en minnki þegar líður á sjúkdómsferlið. Vegna þess hve samþætt hjúkrun krabbameinssjúkra barna og fjölskyldu þeirra er, eru hjúkrunarfræðingar oft á tíðum í mjög nánu sambandi við fjölskyldur
  þeirra og gegna þar lykilhlutverki við fræðslu og stuðning á öllum stigum sjúkdómsferlisins. Eitt af mörgum hlutverkum hjúkrunarfræðinga er að halda utan um fjölskyldu sem heild og sjá til þess að hver og einn fjölskyldumeðlimur fái viðeigandi stuðning.
  Lykilhugtök
  Krabbamein, börn , fjölskylda, sálrænn stuðningur.

Samþykkt: 
 • 24.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn með krabbamein Forsíða.pdf14.58 kBOpinnBörn með krabbamein: Áhrif á fjölskyldu - forsíðaPDFSkoða/Opna
Börn með krabbamein.pdf319.6 kBOpinnBörn með krabbamein: Áhrif á fjölskyldu - heildinPDFSkoða/Opna