Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5824
Rannsókn þessi var tvíþætt. Í fyrsta lagi var Lífsgæðakvarði fjölskyldna fatlaðra barna (The Beach Center Family Quality of Life Scale) þýddur og staðfærður og í öðru lagi var kvarðinn forprófaður. Beiðni um þátttöku var send öllum foreldrum og forráðamönnum fatlaðra barna fæddum á árunum 2002 til 2006 (N = 414). Eitt hundrað og sextíu manns, eða 38,6% svöruðu könnuninni sem fram fór með rafrænum hætti. Kynjahlutfall í hópi svarenda var 84% konur og 16% karlar. Í ljós kom að próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu Lífsgæðakvarðans eru viðunandi. Fjögurra þátta lausn féll þó betur að gögnunum heldur en fimm þátta lausn bandarískrar frumútgáfunnar. Hugsmíðarréttmæti reyndist gott þegar álit sérfræðinga var borið saman við þáttagreiningu kvarðans. Þá komu fram tengsl á milli lífsgæða fjölskyldna fatlaðra barna og mats á þjónustu. Frekari rannsókna er þörf þar sem smæð og hugsanleg skekkja úrtaksins hefur áhrif á áreiðanleikamat mælitækisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni_heild.pdf | 2,28 MB | Lokaður | Lífsgæði fjölskyldna fjögurra til átta ára fatlaðra barna á Íslandi árið 2010: Þýðing, staðfærsla og forprófun the Beach Center Family Quality of Life Scale - Verkefnið í heild | ||
lokaverkefni_heild_utan vidauka C til E.pdf | 1,26 MB | Opinn | Lífsgæði fjölskyldna fjögurra til átta ára fatlaðra barna á Íslandi árið 2010: Þýðing, staðfærsla og forprófun the Beach Center Family Quality of Life Scale - Verkefnið í heild utan viðauka C, D og E | Skoða/Opna |