en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5825

Title: 
  • Title is in Icelandic Lestrarnám heyrnarlausra og heyrnarskertra barna: nemendur heyra með eyrunum en hlusta með heilanum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2010. Viðfangsefni hennar eru nám og þá sérstaklega lestrarnám heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Munur á heyrnarleysi og heyrnarskerðingu er að sá sem er heyrnarlaus heyrir ekki og notar táknmál sem aðaltjáningarform en heyrnarskerðing er víðara hugtak, hún getur verið lítil eða mikil. Einstaklingur sem er heyrnarskertur hefur heyrnarleifar sem hægt er að nýta, annað en sá sem er heyrnarlaus. Orsök heyrnarleysis og heyrnarskerðingar getur verið fjölbreytt, skemmdir á heyrn geta t.d. orðið til vegna hávaða, sjúkdóma eða lyfjaneyslu, en bæði heyrnarleysi og heyrnarskerðing geta verið ættgeng.
    Sýn á fötlun getur verið mjög ólík og fer það eftir því hvort hún er læknisfræðileg, félagsleg eða menningarleg, misjafnt er hvaða sýn fræðimenn hallast að. Heyrnarlausir eiga sér sína menningu líkt og fleiri minnihlutahópar, sú menning er nefnd Döff menning og samfélag þeirra er kallað það sama. Heyrnarskertir geta valið hvort þeir tilheyri Döff samfélaginu en fer það yfirleitt hversu mikil heyrnarskerðingin er hvað þeir velja.
    Saga heyrnarlausra á Íslandi rekur rætur sínar til Danmerkur en þangað sóttu börn menntun áður en byrjað var að kenna þeim hér. Íslenskir kennarar sóttu líka mestmegnis sína menntun þangað sem og þær aðferðir sem notaðar voru við kennsluna. Táknmál var lengi vel litið hornauga, það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem það fór að njóta meiri virðingar. Hugmyndir um tvítyngi hafa vaknað og mikilvægi þess að börn hafi möguleikann á því að hafa táknmál að móðurmáli og íslensku sem annað mál.
    Kennari þarf að búa sig undir að geta fengið mjög fjölbreyttan nemendahóp, hann þarf að vera viðbúinn að grípa til ýmissa aðgerða ef að það kemur heyrnarskertur nemandi í bekkinn. Það sem hann þarf að gera nýtist þó ekki bara þeim heyrnarskerta heldur öllum nemendum bekkjarins. Þegar kemur að lestrarkennslu hjá yngsta stiginu hefur kennsluaðferðin, byrjendalæsi verið vinsæl í grunnskólum landsins. Mögulegt er að sú aðferð henti heyrnarskertum nemendum betur en aðrar þegar kemur að því að læra að lesa.

Description: 
  • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað
Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5825


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð 29apríl lokaútgáfa.pdf454.27 kBLocked"Lestrarnám heyrnarlausra og heyrnarskertra barna" - HeildPDF