en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5826

Title: 
 • Title is in Icelandic „Ég kann að lesa talandi“: þróun læsis hjá leikskólabörnum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Markmið okkar er að fjalla um hvernig læsi þróast hjá leikskólabörnum og skoða í því samhengi hvernig börn læra tungumálið. Margir fræðimenn hafa sett fram kenningar um máltöku og er fjallað um nokkra af þeim og hvaða hugmyndir þeir hafa um hvernig tungumálið þróast hjá börnum. Hugtakið bernskulæsi er kynnt og fjallað um hvernig það tengist leikskólanámi.
  Einn af þeim þáttum sem tengjast læsi er hljóðkerfisvitund. Farið er yfir það hvað felst í henni og hvaða hlutverki hún gegnir í tengslum við lestrarnám barna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á hljóðkerfisvitund barna hafa sýnt að það skiptir máli hvort staða hennar er veik eða sterk þegar kemur að lestrarkennslu í grunnskóla.
  Málörvun er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi þar sem leikurinn gegnir einna stærsta hlutverkinu. Í Aðalnámsskrá leikskóla er farið yfir það hvernig lögð skal áhersla á að örva mál barna með ýmsum aðferðum. Fjallað er um þennan þátt leikskólastarfs með það að leiðarljósi hvernig læsi þróast hjá börnum. Einnig er fjallað um nokkrar kennslubækur sem notaðar eru til að örva málið og efla hljóðkerfisvitund hjá leikskólabörnum.

Accepted: 
 • Jun 24, 2010
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/5826


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKAÚTGÁFA.pdf399.73 kBOpen„Ég kann að lesa talandi“: Þróun læsis hjá leikskólabörnum - heildPDFView/Open