Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5830
Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed gráðu frá Háskólanum á Akureyri á leikskólabraut, hug- og félagsvísindadeildar.
Í upphafi var lagt af stað með það í huga að fræðast um þróun myndsköpunar barna og hversu mikilvæg hún er fyrir þroska þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að myndsköpun hefur áhrif á þroska barna og í henni er hægt að fylgjast með hvar börn eru stödd í þroska. Reynt verður að varpa ljósi á þessa staðreynd með því að skoða kenningar þeirra Rhoda Kellogg, Viktor Lowenfeld og W. Lambert Brittain. Þau litu öll á myndsköpun barna sem stóran þátt í þroska ferli þeirra og krot barna sem stig í teikniþroska. Hægt er að vinna með sköpun sem náms og þroskaleið, þess vegna er mikilvægt að myndlist sé hluti af daglegu starfi í leikskóla. Því að með myndlist er hægt að eflir alla þroskaþætti barna eins og tilfinninga-, vit-, líkams-, félags-, fagur- og sköpunarþroska. Myndsköpun í leikskóla spilar þarna stóran sess, þar sem flest börn eru í leikskóla og er það kjörinn vettvangur til að tjá sig í myndsköpun.
Vinnuaðferð sem kemur frá leikskólum í borginni Reggio Emilia er orðin vel þekkt enda hefur hún verið að þróast síðustu 65 ár. Þar er listin í hávegum höfð og börnum er búið örvandi umhverfi til að efla sköpunargleðina. Kennarar í Reggio Emilia sjá fræðslugildi í umhverfinu, því er talað um það sem einn af kennurunum; hinir eru kennararnir og börnin. Uppeldisfræðilegar skráningar eru notaðar í skólum Reggio Emilia, til gagnaöflunar og til að auka skilning á því starfi sem fram fer í leikskólanum.
Niðurstaða spurningarinnar sem lagt var af stað með í upphafi, er því svarað játandi, myndsköpun er mikilvæg fyrir þroska barna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Mynd segir meira en mörg orð.pdf | 439.17 kB | Locked | "Mynd segir meira en mörg orð. Hugmyndafræði Rhoda Kellogg, Viktor Lowenfeld, W. Lambert Brittain og Reggio Emilia" -heild |