Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5833
Algebru er hægt að skipta niður í þrjá þætti eftir eðli hennar og eru þeir mynstur, jöfnur og föll. Nemendum hefur lengi reynst jöfnur einn af erfðustu þáttum algebrunnar og er því tilgangur rannsóknarinnar að kanna í hverju misskilningur nemenda í jöfnureikningi felst til að finna leiðir til að aðstoða þá í jöfnureikningnum.
Greinandi verkefni var lagt fyrir 15 nemendur í 9. bekk og fengu þeir 40 mínútur til að leysa það. Við gerð verkefnisins var haft til hliðsjónar norskt greinandi verkefni og stærðfræðibækur í 8. og 9. bekk. Ákveðið var að leggja verkefnið fyrir nemendur með mismunandi námsgetu í stærðfræði til að fá sem víðtækasta sýn á skilningi og misskilninig þeirra.
Nemendum gekk misvel að leysa greinandi dæmin rétt eins og við var að búast en rétt svarhlutfall nemenda var þó ótrúlega jafnt miðað við að í hópnum voru bæði nemendur sem eiga mjög erfitt með stærðfræði sem og afburðanemendur og sýnir það hversu ólík algebra og þá jöfnureikningur er öðrum þáttum stærðfræðinnar.
Ef litið var á misskilning nemenda tengdist hann að mestu leiti jafnaðarmerkinu en einnig voru brotalamir á því hvort nemendur kunnu forgangsröðun reikniaðgerða. Óvæntasta niðurstaðan var að misskilningur var á því hvernig ætti að einfalda stæður en einn nemandinn vildi skipta um formerki á gildunum við það eitt að færa þau til í stæðunni.
Til að uppræta eða minnka misskilninginn sem loðir við algebru er gott að sýna fjölbreytt útlit á jöfnum og undirstrika það að jafnaðarmerkið þýði jafnt og. Það er hægt að gera á ýmsa vegu og má þar helst nefna að líkja því við vegasalt og búa til dálítið myndræna lýsingu fyrir nemendur auk þess sem að nemendur geta þá tengt það við fyrri þekkingu.
Algebra can be devided in to three main categories. They are patterns, equations and falls.
Students have often found that equations are one of the most difficult chapters of algebra and therefore, the main course of the studie is to examine the misunderstanding of students in equations-calculation and find solutions to help students solving equations.
Analytic task was released to 15 students in 9th grade, wich had 40 minutes to solve it. When producing the task, analytic task from Norway and mathematical studies for 8th and 9th grade were considered. Students with different learning abilities where in the study group, to receive the widest range of information about understanding and misunderstanding of students.
As to expectations, students were mis-able to solve their projects but number of right answers were incredible equal according to the wide range of students learning capability. This shows how algebra and, not the less, equations are far apart from other categories of mathematics
When taking in to count, the misunderstanding of students was mainly relaited to the equal-sign. Still, there was also a problem with the priorities of mathematics. To most surprising was misunderstanding of how to simplify expression but one of the students wanted to change plus into minus when changing orders of numbers.
To delete or to decrease the misunderstanding that hangs over algebra, it is good to show the warious espects of equations and to underline that an equal-sign means equals to or same as. This can be acheaved by many methods, such as giving the students the possibility to compare and to prove their knowledge.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
forsíða.pdf | 48,14 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
útdráttur.pdf | 99,46 kB | Opinn | útdráttur | Skoða/Opna | |
meginmál.pdf | 819,43 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |