is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5834

Titill: 
  • Skrímslakvæði : málörvun leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tungumál er börnum mikilvægt og hlutverk hins fullorðna skiptir miklu máli þegar börn eru að ná tökum á móðurmáli sínu. Þessi ritgerð fjallar um málörvun hjá ungum börnum og um gildi lesturs frá unga aldri. Ritgerðinni fylgir einnig bók en bækur eru ómissandi þáttur í uppeldi barna og margar fræðilegar forsendur eru fyrir ágæti þess að lesið sé fyrir börn daglega. Bækur hafa ýmsan fróðleik að geyma auk þess sem þær gegna stóru hlutverki í málörvun hjá börnum sem lifa sig mismunandi vel inn í hugarheim bókanna. Börn geta síðan nýtt reynslu sína og upplifanir í hlutverkaleiki sem er námsform sem hentar vel til málörvunar enda krefst þessi tegund af leik töluverða samskipta og skipulagningar. Hlutverk leikskólakennara er mikilvægt þegar kemur að þjálfun tungumáls hjá ungum börnum og tækifærin eru mörg sem bjóðast daglega til að þjálfa málnotkun í leik og starfi. Myndabækur eru einkum það bókmenntaform sem hentar vel börnum á leikskólaaldri enda er í því formi mikið samspil á milli mynda og texta. Bækur sem skrifaðar eru á bundnu máli auka hljóðkerfisvitund barna sem er undanfari þróunar læsis og hægt er að nota þær á ýmsa vegu með leikskólabörnum. Bókin Skrímslakvæði sem skrifuð er sem hluti ritgerðarinnar, á bundnu máli, má nota til að efla málþroska barna til dæmis með því að þjálfa rím, samsetningu orða eða til að æfa sig í að lesa í myndir. Myndirnar eru að hluta til byggðar upp eftir forskrift Mobieusar þar sem notkun tákna og vísana eru notaðar sem og staðsetning persóna á blaðsíðu. Bókin býður einnig upp á heimspekilegar vangaveltur með börnum á leikskólaaldri enda fjallar hún um hópþrýsting og vináttu sem auðveldlega má nýta til þessa.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skrímslakvæði málörvun fyrir börn.pdf364.14 kBLokaður“Skrímslakvæði, málörvun leikskólabarna”-heildPDF
tilraun 2 prentun.indd11.69 MBLokaðurMyndabókindesign