is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5835

Titill: 
  • Útikennsla : hvernig ertu, sóley?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar er útikennsla og samþætting námsgreina. Útikennsla er aðferð sem býður upp á reynslutengt nám og þverfaglega nálgun í kennslu. Með útikennslu og samþættingu er lögð áhersla á að efla alhliða þroska einstaklinga þar sem nemendur taka þátt í skapandi vinnu sem styrkir bæði líkamlegan og andlegan þroska þeirra.
    Í dag er mikil gróska í kennslufræðum sem miða að útikennslu, ýmis þróunarverkefni miða markvisst að því að efla grenndarkennslu og umhverfismennt í skólum. Þessir námshættir miða að því að gera nemendur læsa á umhverfi sitt og tengja námsefnið umhverfi og byggðasögu. Í Aðalnámskrá grunnskóla, 2007 er lögð áhersla á að skólar samþætti útikennslu við skólanámskrá sína með það að markmiði að kynna nemendum nánasta umhverfi og efla vitund þeirra og virðingu fyrir því.
    Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á mikilvægi útikennslu og á hvern hátt hún styður við nám nemenda. Verkefnið skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta er umfjöllun um samþættingu námsgreina og á hvern hátt hún getur stuðlað að auknum gæðum náms. Í öðrum hluta er útikennsla skilgreind og farið er yfir sögu hennar og þróun ásamt tengingu hennar við Aðalnámskrá grunnskóla. Einnig verður gerð grein fyrir nokkrum helstu fræðimönnum sem sett hafa fram kenningar sem styðja við útinám og hvernig koma megi til móts við mismunandi áhuga og getu nemenda. Í þriðja hluta er fjallað um ávinning og hindranir í útikennslu. Í fjórða hluta er fjallað um það hvernig að útikennslu er staðið, má þar nefna markmiðsetningu, gerð kennsluáætlana, undirbúning kennslustunda, kennsluaðferðir og námsmat. Jafnframt er sagt frá skipulagi kennslustunda og þeim atriðum sem huga þarf að varðandi námsumhverfi í útikennslu. Að lokum kemur stutt yfirlit um námsefni tengt útinámi og er þar vísað í nokkrar íslenskar vefsíður og námsbækur sem nýta má í því sambandi. Ritgerðinni fylgir verkefnahefti sem er ætlað að nýtast sem hugmyndabanki fyrir kennara, til stuðnings við undirbúning útikennslu.

Samþykkt: 
  • 24.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkefnahefti.pdf653.93 kBOpinnÚtikennsla - Hvernig ertu, sóley ?- HugmyndabankiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf159.07 kBOpinnÚtikennsla - Hvernig ertu, sóley ?- Fræðilegur hlutiPDFSkoða/Opna