en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5836

Title: 
  • is Málörvun barna með downs-heilkenni
Abstract: 
  • is

    Þetta lokaverkefni fjallar um málörvun barna með downs-heilkenni. Fyrst er fjallað um fötlunina downs-heilkenni sem einkennist af galla í litningi nr 21 og hvað einkennir fötlunina bæði líkamlega og andlega. Stór þáttur í samfélaginu sem við búum í er að geta tjáð sig og verður fjallað um aðferðir sem hjálpa börnum með downs-heilkenni að ná tökum á málþroska sínum. Börn með heilkennið eru ólík innbyrðis hvað varðar líkams- og vitsmunaþroska, skynjun og fleiri þætti, þess vegna eru þau misfljót að ná tökum á málþroska og sum gera það jafnvel aldrei. Málörvunaraðferð Iréne Johansson er kynnt og hefur hún skilað góðum árangri með börnum með downs-heilkenni. Í framhaldi af því fjöllum við um aðferðina tákn með tali sem aðstoðar börn með heilkennið að tjá sig í hinu daglega lífi, þar sem þau eiga oft í erfiðleikum með tal vegna líffræðilegra ástæðna.
    Þegar skóli fyrir alla kom til sögunnar urðu mikil tímamót fyrir börn með sérþarfir, þau fengu að sækja sinn hverfisskóla með heilbriðgum börnum. Þar af leiðandi komum við í lok ritgerðarinnar inn á skóla fyrir alla og hvernig réttindi fatlaðra hafa þróast á síðustu árum í skólamálum.

Accepted: 
  • Jun 24, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5836


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
katla_ritgerd_lagad Finnur.pdf529.11 kBLockedHeildarskjalPDF